Kýrin Aría í Flatey nythæst síðustu 12 mánuði
Á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins hafa verið birtar niðurstöður úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar fyrir marsmánuð. Þar er að auki birt yfirlit yfir skýrsluhaldið á síðustu 12 mánuðum. Meðalnytin á því tímabili var mest á Hurðarbaksbúinu, á Hurðarbaki í Flóa, þar sem meðalárskýrin mjólkaði 9.066 kg.
Nythæstakýrin síðustu 12 mánuði var Aría 895 (f. 767) í Flatey á Mýrum, sem mjólkaði 14.265 kg. Næstnythæst er Skutla 1300 (f. Skalli 11023) í Gunnbjarnarholti 2 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem mjólkaði 13.641 kg. Þriðja í röðinni er Svana 753 (f. Gráni 608) með 13.306 kg.
Skýrslur sem bárust til úrvinnslu komu frá 518 búum og var reiknuð meðalnyt frá þessum búum 6.460 kg þeirra 24.790 árskúa sem lágu til grundvallar. Meðalfjöldi árskúa á búunum 518 var 47,9.
Svana 753.
Nánari upplýsingar um skýrsluhaldið má finna í gegnum tengilinn hér: