Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá Flateyjarbúinu á Mýrum. Kýrin Svana í Flatey var nythæsta kýrin á síðasta ári, en samkvæmt nýjum tölum skýrsluhalds RML er hún í þriðja sæti yfir síðustu tólf mánuði. Aría, líka frá Flateyjarbúin, trónir núna á toppnum.
Frá Flateyjarbúinu á Mýrum. Kýrin Svana í Flatey var nythæsta kýrin á síðasta ári, en samkvæmt nýjum tölum skýrsluhalds RML er hún í þriðja sæti yfir síðustu tólf mánuði. Aría, líka frá Flateyjarbúin, trónir núna á toppnum.
Fréttir 15. apríl 2020

Kýrin Aría í Flatey nythæst síðustu 12 mánuði

Höfundur: Ritstjórn

Á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins hafa verið birtar niðurstöður úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar fyrir marsmánuð. Þar er að auki birt yfirlit yfir skýrsluhaldið á síðustu 12 mánuðum. Meðalnytin á því tímabili var mest á Hurðarbaksbúinu, á Hurðarbaki í Flóa, þar sem meðalárskýrin mjólkaði 9.066 kg.

Nythæstakýrin síðustu 12 mánuði var Aría 895 (f. 767) í Flatey á Mýrum, sem mjólkaði 14.265 kg. Næstnythæst er Skutla 1300 (f. Skalli 11023) í Gunnbjarnarholti 2 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem mjólkaði 13.641 kg. Þriðja í röðinni er Svana 753 (f. Gráni 608) með 13.306 kg.

Skýrslur sem bárust til úrvinnslu komu frá 518 búum og var reiknuð meðalnyt frá þessum búum 6.460 kg þeirra 24.790 árskúa sem lágu til grundvallar. Meðalfjöldi árskúa á búunum 518 var 47,9.

Svana 753.

Nánari upplýsingar um skýrsluhaldið má finna í gegnum tengilinn hér:

Niðurstöður skýrsluhalds RML

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...