Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Skjóða frá Hnjúki.
Skjóða frá Hnjúki.
Mynd / Maríanna Gestsdóttir
Fréttir 25. janúar 2024

Skjóða slær Íslandsmet

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nythæsta kýr landsins árið 2023 var Skjóða frá Hnjúki í Vatnsdal. Hún skilaði 14.762 lítrum mjólkur á liðnu ári, sem eru mestu ársafurðir sem mælst hafa úr íslenskri kú.

Á Hnjúki eru Maríanna Gestsdóttir og Sigurður Rúnar Magnússon bændur. Maríanna segist ekki hafa einhlíta skýringu á þessum árangri, en Skjóða hefur fengið sama fóður og meðferð og aðrar kýr á bænum. Hún sé stór og mikill gripur og af ætt nythárra kúa.

Maríanna minnist sérstaklega á langömmu Skjóðu sem hafi mjólkað heilt ofboð fyrir fimmtán árum. Þá er móðuramma Skjóðu undan fyrsta kynbótanautinu sem Sigurður og Maríanna sendu á nautastöð.

„Ég myndi ekki segja að hún sé frek, en hún gerir það sem hún ætlar sér,“ segir Maríanna aðspurð um hvaða karakter Skjóða hafi að geyma. Þá sé hún brussa þótt Maríanna bæti við að hún sé almennt þæg. Skjóða er fimm ára og er á sínu þriðja mjaltaskeiði.

Maríanna segir hana vera heilbrigða og býst ekki við öðru en hún eigi mikið inni. Þrátt fyrir þá miklu nyt sem hún var með þá missti hún aldrei hold.

Nokkur heppni spili inn í að Skjóða hafi orðið nythæsta kýr landsins, en hún bar í kringum jólin 2022 og var því ekki í geldstöðu neinn hluta síðasta árs. Skjóða náði yfir fimmtíu lítra dagsnyt í fjóra mánuði, sem Maríanna segir óvenju langan tíma, og mætti kýrin fjórum sinnum í mjaltaþjóninn á dag þegar mest var.

Nánar er fjallað um niður­stöður skýrsluhaldsársins hjá mjólkurframleiðendum á síðum 44–45 í Bændablaðinu sem kom út í dag.

Skylt efni: nythæstu kýrnar

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...