Rushton – vonlaus frá upphafi
Þrátt fyrir að Bretinn George Ruston ætti ekki bót fyrir boruna á sér aftraði það honum ekki í að dreyma stóra drauma. Einn þessara drauma var að verða eins konar bresk útgáfa af bandaríska iðnjöfrinum og dráttarvélaframleiðandanum Henry Ford.