Ég passa þig og þú passar mig
Það er ekki hægt annað en að hæla tryggingafélaginu Vís fyrir frábæra auglýsingaherferð þar sem stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson fer á kostum sem umhyggjusamur frændi og vinur í að gefa slökkvitæki, eldvarnarteppi, hjálm, reykskynjara í boðum sínum sem gestur hjá vinum og frændfólki í lokaorðunum: Látum öryggið passa.