Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Skyndihjálparnámskeið Slóðavina. Sunna Sveins tekur leiðbeiningum frá Gunnur Róbertsdóttur.
Skyndihjálparnámskeið Slóðavina. Sunna Sveins tekur leiðbeiningum frá Gunnur Róbertsdóttur.
Fréttir 23. júní 2021

Ég passa þig og þú passar mig

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Það er ekki hægt annað en að hæla tryggingafélaginu Vís fyrir frábæra auglýsingaherferð þar sem stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson fer á kostum sem um­hyggju­samur frændi og vinur í að gefa slökkvitæki, eldvarnar­­­teppi, hjálm, reykskynjara í boðum sínum sem gestur hjá vinum og frændfólki í lokaorðunum: Látum öryggið passa.

Vel gerð auglýsing (fyrir mér auglýsing ársins enn sem komið er) og kemur manni til að hugsa um ýmsar tilgangslausar gjafir sem maður hefur gefið í gegnum tíðina í stað þess að hafa gefið eins góðar gjafir og Ingvar E. gaf í auglýsingunni. Allavega hefur þessi auglýsing tilætluð áhrif á mig gagnvart því að hugsa mig um áður en ég kaupi næstu tilgangslausu gjöf og gefi í staðin umhyggjusama forvarnargjöf.

Heimavörn frá öryggis-
fyrirtækjum víða á heimilum,
en ekki alltaf virkjuð

Margir eru með öryggiskerfi frá Securitas sem eiga að vakta heimili og fleira, kerfi sem hafa bjargað mörgum frá miklu tjóni. Það er ekki nóg að vera með öryggiskerfi, það þarf að hugsa um þau og muna eftir að virkja kerfin þegar heimili, vinnustaður eða annar staður sem útbúinn er með öryggiskerfi er yfirgefinn.
Líkt og tryggingafélagið Vís þá er Securitas með auglýsingaherferð í gangi um „öryggisapp“. App sem hægt er að tengja í farsímann sérsniðið að heimilinu, en samkvæmt auglýsingunni þá er þetta „app“ bráðsniðugt fyrir þá sem eru tækni­sinnaðir og kunna að nýta sér svona tækninýjungar.

Endurmenntun atvinnubílstjóra, er ekki eitthvað rangt við hvað kennt er?

Allir þeir sem hafa aukin ökuréttindi hafa tekið skyndihjálparnámskeið sem tók 16 kennslustundir, en ef þeir eru atvinnubílstjórar þá þurfa þeir að fara á fimm ára fresti á endurmenntunarnámskeið til að viðhalda atvinnuréttindunum.

Á þessum endurmenntunar­námskeiðum er skylda að taka þrjár námsgreinar: Lög og reglur, Umferðaröryggi-Bíltækni, Vistakstur, Öryggi í akstri, en ekki skyndi­hjálp. Undarlegt að mönnum, sem eru alltaf í umferðinni út um allt, sé ekki frekar kennt það nýjasta í skyndihjálp frekar en t.d. bíltækni, vistakstur eða umferðarreglur sem flestir með bílpróf kunna.
Ég hafði samband við Pál, ökukennara hjá Ökuskóla Austur­lands, en hann sagði mér að hann bjóði upp á aukanámskeið sem er m.a. skyndihjálp og þau eru alltaf fjölmennust.

Einkunnarorð Slóðavina
í skyndihjálp: Ég læri fyrir þig
og þú lærir fyrir mig

Síðustu 12 ár hef ég verið félagi í Ferða- og útivistarfélaginu Slóða­vinir, félagsskapur sem ferðast á fjórhjólum, léttum torfærumótorhjólum og stórum „ferða-mótorhjólum“. Félagið heldur reglulega skyndihjálparnámskeið fyrir félagsmenn félagsins (helst á hverju ári, en hámark á þriggja ára fresti). Einkunnarorð Slóðavina í þessu námskeiði er að þeir sem mest ferðast saman fari á námskeið undir einkunnarorðunum: Ég læri fyrir þig og þú lærir fyrir mig.

Frá því að ég gerðist félagi í þessu ferðafélagi hef ég farið á a.m.k. 4 skyndihjálparnámskeið hjá fjórum mismunandi kennurum (Slóðavinir passa upp á að vera aldrei með sama leiðbeinandann á þessum námskeiðum), og alltaf lærir maður eitthvað nýtt og fræðandi. Ég vil hvetja sem flesta til að fara á skyndihjálparnámskeið, en það kostar ekki mikið að fá leiðbeinendur til að koma í kvöldstund (í sauma­klúbbinn, búnaðarfélagið, bolta-hittinginn eða á íþróttaæfingu) og kenna grunnatriðin í skyndihjálp.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...