Heimsókn á friðlýst svæði
Stefnumót við náttúruna er yfirskrift hvatningarátaks sem miðar að því að hvetja landsmenn til að heimsækja friðlýst svæði á Íslandi í sumar. Að átakinu stendur umhverfis- og auðlindaráðuneytið í samstarfi við Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og þjóðgarðinn á Þingvöllum.