Þar sem fortíðin er falin í berginu
Steinagarðurinn í Rosendal í Harðangursfirði í Noregi hefur að geyma margar perlur bergtegunda sem eru innan þjóðgarðsins Folgefonna. Búið er að slípa bergtegundirnar til sem gerir þær að sannkölluðu augnakonfekti fyrir gesti sem ganga þar um því litbrigðin og mynstrin sem björgin hafa að geyma minna á sögu svæðisins og jarðarinnar.