„Hrognin eru að koma, gerið kerin klár“
Hrogn þykja herramannsmatur víða um heim og vinnsla þeirra er snar þáttur í sjávarútvegi á Íslandi. Lætur nærri að útflutningur hrogna sé um 5% af útflutningsverðmæti sjávarafurða og þau skiluðu um 9,7 milljörðum í útflutningstekjur á síðasta ári.