Gera þarf stuðningskerfið sveigjanlegra
Á ráðstefnunni Landsýn, aukið virði landafurða, sem haldin var í Salnum í Kópavogi föstudaginn 23. febrúar, flutti Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands, erindi þar sem tekist var á við spurninguna um hvert virði landbúnaðarafurðanna væri og hvað yrði um það.