Bubblur í glasi
Í huga margra er allt freyðivín kampavín en það er ekki rétt. Kampavín er freyðivín en freyðivín er ekki endilega kampavín. Samkvæmt lögum Evrópusambandsins er bannað að merkja freyðivín sem kampavín nema það komi frá Champagne-vínræktarhéruðum í Norðaustur-Frakklandi.