Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kaldakinn 2
Mynd / Róbert Daníel Jónsson
Bóndinn 11. maí 2017

Kaldakinn 2

Kristófer og Elín Ósk keyptu jörðina Kaldakinn II í júní 2014 af afa Kristófers. Þá var enginn bústofn á jörðinni fyrir utan fáeinar merar. 
 
Helstu verkefni síðan hafa verið tiltekt og uppbygging. Þau eru hægt og rólega að byggja upp það bú sem þau dreymir um. 
 
Býli:  Kaldakinn II.
 
Staðsett í sveit: Austur-Húnavatnssýslu.
 
Ábúendur: Kristófer og Elín Ósk.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum 6 í heimili, við hjónin og börnin okkar 4: Kristvin Máni, 14 ára, Kristján Jr., 7 ára, Harpa Ósk, 2 ára, og Rakel Ósk, 2 ára.
Svo eru það hundarnir Aríel og Nala og kisan Dúlla. Þau hafa öll sín hlutverk á bænum.
 
Stærð jarðar?  256 ha.
 
Gerð bús? Sauðfé og hross.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Við keyptum okkar fyrstu kindur síðasta haust, 21 gimbur og 1 hrút. Fjölgum svo hægt og rólega samhliða framkvæmdum á jörðinni. Svo erum við með 20 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Morgungjöf hjá kindum, hundum og kisu. Börnin eru keyrð í skóla og leikskóla á Blönduós. Kristófer fer til vinnu í Blönduvirkjun og Elín rekur fótaaðgerðastofu á Blönduósi. Svo er það kvöldgjöfin hjá mönnum og dýrum. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Án efa verður sauðburðurinn skemmtilegasti tíminn, það er ekkert leiðinlegt, bara misskemmtilegt.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við erum bjartsýn og horfum á tækifærin í kringum okkur. Okkar draumur væri að vera komin með 300 kindur, hænur, endur, grísi og nokkrar geitur, endurnýjuð fjárhús, endurnýjun á gömlu fjósi í hesthús, uppræktuð tún, skipta Zetor í John Deere – svo eitthvað sé nefnt.  Mögulega tekur þetta lengri tíma en 5 ár. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við teljumst vart dómbær á það. Ekki ennþá.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Ef tækifærin eru rétt nýtt er fullt af möguleikum.Við teljum að með breyttri markaðssetningu og fjölbreyttari vinnslu á kjötinu megi margfalda sölu á lambakjöti. Við teljum að ungt fólk vilji þægilegri einingar til eldunar í öllum þeim hraða sem þjóðfélagið er á. Það hefur enginn tíma til að elda lengur. Ekki að það sé þróun sem okkur finnst góð. En það þarf að sinna eftirspurninni hvað varðar þægindin við að matreiða hráefnið sem við framleiðum. Annars selst það ekki.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Markaðssetning á hreinum afurðum, það hlýtur að teljast sérstaða sem við eigum að nýta okkur í þaula.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, sulta og lýsi.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambafille og gæs, veidd af bóndanum.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Við gleymum því sennilega seint þegar við komum heim með fyrstu gimbrarnar. Það var góður dagur sem varð að veruleika eftir þónokkra bið. Elín á mjög erfitt með að bíða eftir hlutunum.

9 myndir:

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...