Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Kirkjubær
Bóndinn 17. október 2023

Kirkjubær

Við höfum búið í Kirkjubæ í 8 ár, fluttum beint þangað þegar við útskrifuðumst frá Háskólanum á Hólum af hestafræðibraut. Hjörvar er þriðji ættliður Kirkjubæinga en þrð hefur verið stunduð hrossarækt frá árinu 1950. Fyrstu 15 árin voru það bræðurnir Stefán og Eggert Jónssynir sem ræktuðu hross í Kirkjubæ en þá tók við búinu afi Hjörvars, Sigurður Haraldsson. Við vinnum við að rækta og þjálfa hesta og tökum einnig að okkur reiðkennslu. Við erum bæði að þjálfa hesta frá okkur en einnig fyrir aðra.

Býli? Kirkjubær á Rangárvöllum.

Hjörvar, Hanna Rún og Lilja Rún

Ábúendur? Hjörvar Ágústsson, Hanna Rún Ingibergsdóttir og dóttir okkar, Lilja Rún Hjörvarsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)?
Við erum þrjú í heimili, eigum svo kisuna Blesu og hundana Dögg og Kröflu, sem eru ástralskir fjárhundar.

Stærð jarðar? 1.500 hektarar. Gerð bús? Hrossaræktarbú.

Fjöldi búfjár? Á jörðinni eru um 100 hestar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjum á að gefa og moka stíur, svo er riðið út þangað til komið er að kvöldgjöf hjá hestum og mönnum, svo frekar einfalt prógramm alla daga.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Frumtamningarnar á haustin eru með því skemmtilegra sem við gerum og ætli það leiðinlegasta sé ekki að fara skyndilega í girðingarvinnu þegar maður má alls ekki vera að því, girðingar slitna nánast alltaf þegar það er annaðhvort mjög vont veður eða við í mikilli tímaþröng.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Vonandi alveg jafngaman að þjálfa hesta og vonandi fjöldi hesta í húsinu frá Kirkjubæ orðinn aðeins stærri en fjöldi hesta frá öðrum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Það er alltaf til smjör og ostur og svo frosnar beyglur með rúsínum í frystinum.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ætli það sé ekki grillað lambakjöt og meðlæti, mjög vinsæll matur yfir sumarmánuðina.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Öll eftirminnilegustu atvikin eru frá því þegar við vorum að reyna vera fjárbændur, vorum með um 30 fjár. Komumst að því að við erum vonlaus í því.

Eigum ótal sögur af okkur að detta almennilega á hildir rétt áður en lagt var af stað í keppnisferðalag og vera stönguð af rollu við það að reyna að hjálpa stífluðu lambi með óvenjulegum aðferðum.

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...