Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Krithóll
Bóndinn 5. september 2023

Krithóll

Björn er þriðju kynslóðar bóndi á Krithóli, en hann sameinaði jörðina aftur í eitt bú þegar hann keypti af foreldrum sínum og ekkju föðurbróður síns árið 2016. Björn og Hrund kynntust sama ár og á þeirra fyrsta stefnumóti tilkynnti hann henni að hann ætlaði sér að búa í sveit. Hún tók þeim skilmálum vel, en 7 árum, nýju húsi og þremur börnum síðar búa þau saman á Krithóli, sem er sauðfjár- og skógræktarjörð í Skagafirði.

Býli: Krithóll.

Staðsett í sveit: Krithóll er fyrsti bær í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði.

Ábúendur: Björn Ólafsson og Hrund Malín Þorgeirsdóttir.

Fjölskyldustærð: Ásamt okkur búa hér börnin okkar þrjú Bríet Lára (f. 2018), Ólafur Ari (f. 2021) og Arna Karítas (f. 2023). Við búum vel að því að hafa foreldra Björns á næsta bæ og elstu systur hans og fjölskyldu á neðri bænum. Mikill sam- gangur er á milli bæjanna. Hundurinn Nói hvílir sig á hlaðinu á milli þess sem hann hrellir póstinn og lætur hrafninn stríða sér.

Gerð bús: Skógræktar- og sauðfjárjörð. Skógræktin er í sameiginlegri eigu Björns, systra hans og foreldra.

Fjöldi búfjár: 350 kindur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Flest verk eru árstíðabundin. Sumrin fara í girðingavinnu og heyskap. Haustin fara í smalamennsku, slátrun og grisjun skógræktar.

Veturinn fer í gegningar og tilhleypingar og vorin fara í sauðburð. Viðhald húsa og tækja allt árið um kring, að ógleymdu blessaða bókhaldinu.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Við sjáum fyrir okkur að við verðum búin að auka um 100–150 fjár. Eftir 5 ár verður arfgerð stofnsins að fullu laus við áhættu og hlutlausa arfgerð. Afköst eftir hverja kind verða meiri, vinnu- aðstaða betri og endurgerð í fjárhúsum lokið. Nýting á skógræktinni (staurar, kurl, eldiviður o.fl.) verður aukin og 20–30 landnámshænur komnar á sinn stað.

Ef allt gengur að óskum verða fjárhúsakettirnir orðnir 5 ára, en við erum að leita að goti um þessar mundir.

Hugsanlega verðum við komin með aðra búgrein á þessum tíma en takmarkið er alltaf að verða sjálfbær og þurfa að vinna minna utan bús.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, súrmjólk, skyr, egg og grænmetissósa.

Hver er vinsælasti matur heimilisins? Snitsel af veturgömlu leggst vel í alla en sonur okkar borðar í raun ekkert með ánægju nema skyr.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Engir stórviðburðir koma í hugann heldur allir litlu póstarnir: fyrsta burðarhjálp Hrundar, þegar Bríet Lára var nýfarin að ganga og gekk óhrædd garðana og lét kindurnar heyra það sem ætluðu í hana, þegar Ólafur Ari sá 280 hestafla Fent og varð algjörlega orðlaus og agndofa af aðdáun, þegar allt okkar besta fólk kemur til aðstoðar í sauðburð og svo í réttir og vinnur fram á nótt í að flokka með okkur. Allir litlu hlutirnir og samveran sem tilheyra hversdagsleikanum í sveitinni eru okkur minnisstæðir og gera lífið svo ljúft.

Á kafi í hrossarækt
Bóndinn 20. desember 2024

Á kafi í hrossarækt

Þau Hannes og Ástríður á Ási 2 víla ekki margt fyrir sér. Húsdýrin, sem eru allt...

Þegar kýrhausar komu saman
Bóndinn 6. desember 2024

Þegar kýrhausar komu saman

Á Syðri-Hömrum 3 í Ásahrepp gengur búskapurinn sinn vanagang og hefur húsfreyjan...

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...