Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Oddgeirshólar
Bóndinn 29. ágúst 2019

Oddgeirshólar

Ábúendur eru feðgarnir Magnús Guðmann Guðmundsson og Einar Magnússon. Magnús hóf búskap með formlegum hætti árið 1976 á jörðinni með föður sínum, Guðmundi Árnasyni, og bræðum hans, Jóhanni og Ólafi, sem ráku félagsbú.

Árið 1985 kom Steinþór, bróðir Magnúsar, inn í búskapinn. Ráku þeir tveir saman félagsbúið þar til 2017 er Steinþór hætti búskap. 

Einar  tók við sauðfénu af afa sínum Guðmundi árið 2006 og í búskap með föður sínum frá 1. nóvember 2017.

Býli:  Oddgeirshólar.

Staðsett í sveit:  Oddgeirshólar í Flóahreppi sem áður hét Hraungerðishreppur.

Ábúendur: Magnús G. Guðmundsson og Einar Magnússon.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Tveir karlar og þrír hundar; Píla, Týra og Skella.

Stærð jarðar?  Um 600 ha.

Gerð bús? Blandað bú.

Fjöldi búfjár og tegundir? 40 kýr + 30 aðrir nautgripir, um 400 fjár og 25 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjar á mjöltum og endar á þeim líka.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapur og að framkvæma eitthvað sem nauðsynlegt er, eru skemmtilegustu verkin en skemmtilegasta vinnan er í kringum réttirnar. Veikir gripir og bilanir er leiðinlegast.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi komið nýtt fjós og framtíðin björt.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Í ágætis málum.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef rétt er haldið á spilunum, það verður alltaf þörf fyrir mat. 

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í hreinleikanum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Kók og kokteilsósa.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað lamb.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þau eru mörg, t.d. þegar við keyptum nýjan traktor í fyrra.

4 myndir:

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...

Verndum allan landbúnað
Bóndinn 21. febrúar 2025

Verndum allan landbúnað

Nú kynnast lesendur kúabúinu á Sólheimum í Hrunamannahreppi þar sem laxveiðar er...

Sól í hjarta, sól í sinni
Bóndinn 7. febrúar 2025

Sól í hjarta, sól í sinni

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, eigandi Sólskins grænmetis, hefur í mörgu að ...

Samstaða skiptir máli
Bóndinn 27. janúar 2025

Samstaða skiptir máli

Hjónin Rósa Birna Þorvaldsdóttir og Þór Jónsteinsson reka hrossaræktar- og sauðf...

Mykjubras og menntun
Bóndinn 10. janúar 2025

Mykjubras og menntun

Næstu daga geta lesendur kynnst búskapnum á Hvanneyrarbúinu á Instagram Bændabla...

Á kafi í hrossarækt
Bóndinn 20. desember 2024

Á kafi í hrossarækt

Þau Hannes og Ástríður á Ási 2 víla ekki margt fyrir sér. Húsdýrin, sem eru allt...