Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stóri-Kroppur.
Stóri-Kroppur.
Bóndinn 19. júlí 2017

Stóri-Kroppur

Kristín og Eugen sáu Stóra-Kropp á ferð um landið og féllu algjörlega fyrir staðnum. 
 
Býli:  Stóri-Kroppur.
 
Staðsett í sveit: Reykholtsdal í Borgarfirði.
 
Ábúendur: Eigendur eru Kristín Hjörleifsdóttir Steiner og Eugen Steiner. Bústjóri er Bryndís Brynjólfsdóttir.
 
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Kristín og Eugen eiga þrjú börn: Hrafn, Svövu og Emblu. Á bænum eru kettirnir Lilli litli og Tímon.
 
Stærð jarðar?  239 hektarar.
 
Gerð bús? Ferðaþjónusta og hrossarækt.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 50 hross og 2 kettir.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Ávallt byrjað á að gefa hestunum og köttunum sem láta alveg vita ef ekki er búið að bæta í dallinn þeirra. 
Svo spilast dagurinn bara dálítið eftir verkefnum. Girðingar, viðgerðir, ferðamenn, hestastúss og hugsa um að halda öllu snyrtilegu. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Alltaf gaman að sjá folöldin fæðast og líka þegar gefið er útigang í vondum veðrum hvað þau verða kát, finnst bara öll bústörf skemmtileg.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Bara svona svipað og í dag, ferðaþjónusta og hross. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Mættu oft vera snarpari.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Mjög vel ef rétt er á málum haldið.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Hreinleiki íslenskra afurða.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, kartöflur og kjöt.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambahryggur.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Get nú ekki tekið eitt fram yfir annað. Finnst alltaf frábært þegar ungviðið fæðist. Svo finnst okkur stórkostlegt að Faxagleðin er haldin hjá okkur í ágúst sem er firmakeppni hestamannafélagsins Faxa þar sem fólkið kemur ríðandi og það er keppt og svo grillum við saman og höfum gaman.
Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...