Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Syðstu-Fossar
Bóndinn 19. september 2023

Syðstu-Fossar

Á Syðstu-Fossum í Borgarfirði búa þau Unnsteinn og Harpa ásamt Snorra, föður Unnsteins, sem er fyrrverandi bóndi á bænum, og Magnúsi, syni þeirra.

Býli: Syðstu-Fossar.

Staðsett í sveit: Borgarfjörður.

Ábúendur: Unnsteinn Snorri Snorrason og Harpa Sigríður Magnúsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum tvo syni, Ísak Rey (f. 2000) og Magnús Snorra (f. 2015). Ísak er fluttur að heiman, býr á Fáskrúðsfirði.

Á bænum býr einnig Snorri Hjálmarsson, sem er pabbi Unnsteins og fyrrverandi bóndi á bænum. Í heimilisfesti eru einnig tveir gagnslausir kettir, Doppa og Aska, sem eru í eigu húsfreyjunnar.

Stærð jarðar: Jörðin er um 170 ha, þar af eru um 30 ha tún.

Gerð bús: Sauðfé og hross.

Fjöldi búfjár: 120 vetrarfóðraðar ær og 25 hross

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum: Dagarnir eru misjafnir, eftir árstíðum, eins og gengur í búskapnum. Harpa og Unnsteinn vinna bæði utan bús. Unnsteinn sér um gegningar að morgni áður en hann fer til vinnu. Harpa sér um að koma Magnúsi í skóla. Síðan reyna allir að hjálpast að seinni part dags eftir getu og áhugasviði.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu verkefnin eru á vorin. Það fylgja því alltaf einhverjir töfrar að taka á móti vorinu með öllum þeim verkefnum sem því fylgja.

Okkur þykja engin bústörf sérstaklega leiðinleg, nema þá helst bókhald og skýrsluskil.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár: Það eru ekki fyrirhugaðar neinar breytingar á búskapnum næstu árin.

Við erum opin fyrir tækifærum sem geta skapað meiri tekjur af búskapnum, þannig að ekki þurfi að sækja vinnu utan bús í eins miklum mæli.

Hvað er alltaf til í ísskápnum: Það er þetta hefðbundna, íslenskar landbúnaðarafurðir, svo sem mjólk, smjör, ostar og skinka. Síðan er gjarnan til sviðasulta og kalt slátur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu: Þegar mikið liggur við er eldað lambakjöt. Steikt bleikja er líka ofarlega á vinsældalistanum.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin: Við gefum Magnúsi orðið: „Mér fannst skemmtilegt þegar kindin mín bar, 3 lömbum, úti á túni eitt vorið. Við þurftum að sækja hana á bílnum. Pabbi mátti ekki vera að því að setja hana inn á réttum tíma því hann var að halda fyrirlestur í tölvunni um vinnuhagræðingu á sauðburði. Svo setti pabbi eitt lambið á um haustið, en ég komst að því í vor og núna á ég 6 kindur, átti nefnilega bara 5.“

Mykjubras og menntun
Bóndinn 10. janúar 2025

Mykjubras og menntun

Næstu daga geta lesendur kynnst búskapnum á Hvanneyrarbúinu á Instagram Bændabla...

Á kafi í hrossarækt
Bóndinn 20. desember 2024

Á kafi í hrossarækt

Þau Hannes og Ástríður á Ási 2 víla ekki margt fyrir sér. Húsdýrin, sem eru allt...

Þegar kýrhausar komu saman
Bóndinn 6. desember 2024

Þegar kýrhausar komu saman

Á Syðri-Hömrum 3 í Ásahrepp gengur búskapurinn sinn vanagang og hefur húsfreyjan...

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...