Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigríður Einarsdóttir ræður ríkjum í Fjöruhúsinu á Hellnum.
Sigríður Einarsdóttir ræður ríkjum í Fjöruhúsinu á Hellnum.
Mynd / MHH
Líf&Starf 29. júlí 2019

Brjálað að gera hjá Siggu í Fjöruhúsinu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ég kvarta ekki, það er alltaf brjálað að gera, ekki síst eins og sumarið er búið að vera, logn og sól nánast alla daga og allir í sumarskapi,“ segir Sigríður Einarsdóttir, eða Sigga eins og hún er alltaf kölluð, en hún er eigandi Fjöruhússins á Hellnum á Snæfellsnesi.

Sigga opnaði kaffihúsið 9. júlí árið 1997 því henni fannst sniðugt að selja kakó og kleinur í húsinu en smátt og smátt breyttist vöruúrvalið. Húsið var, áður en það breyttist í kaffihús, aðstaða fyrir sjómenn þar sem þeir geymdu veiðifærin sín og unnu með aflann á ýmsan máta.

Fjöruhúsið er líklega minnsta kaffihús landsins en þar komast aðeins 24 í sæti inni en í góðu veðri er líka hægt að sitja úti á palli. 

„Ég er með frábært starfsfólk, við erum sex sem vinnum á kaffihúsinu yfir sumarið en svo fækkar yfir veturinn. Ég hef opnað um páska og hef oftast opið út október,“ segir Sigga.


Fjöruhúsið er ekki ýkja stórt en fjöldi fólks leggur leið sína þangað.

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...