Æfir fótbolta og lærir á gítar
Arnar Geir Stefánsson æfir fótbolta og lærir á gítar. Hann er alveg að verða 8 ára og langar að verða björgunarsveitarmaður og bóndi þegar hann verður stór.
Nafn: Arnar Geir Stefánsson.
Aldur: Er 7, að verða 8.
Stjörnumerki: Ljón.
Búseta: Krókavaði, Norðlingaholt Reykjavík.
Skóli: Norðlingaskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir, frímínútur og leikir með staur.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Svín, hestur og hundur.
Uppáhaldsmatur: Niðurskornar pylsur, stappaðar kartöflur og tómatsósa.
Uppáhaldshljómsveit: Skálmöld og One direction.
Uppáhaldskvikmynd: Zootropolis.
Fyrsta minning þín? Þegar ég fór með ömmu í göngutúr og fórum á elliheimili og þegar við hittum gamla konu sem heilsaði mér þá hljóp ég út á svalir.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Æfi fótbolta með Fylki og svo æfi ég á gítar.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Björgunarsveitarmaður, reyna að komast að hjá KSÍ og bóndi.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég klifraði upp í tré og datt niður og þurfti að fara upp á sjúkrahús.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fór í vatnsstríð hjá vini mínum og fór í útilegu á Rauðasand og hitti bekkjarfélaga minn þar.
Næst » Arnar Geir skorar á Aron Fannar Gunnarsson að svara næst.