Stefnir á atvinnumennsku í fótbolta
Baldur Sindri er nýbyrjaður í Brekkubæjarskóla á Akranesi og finnst skemmtilegt í skólanum, bæði lærdómurinn sjálfur en ekki síður í frímínútum í góðum félagsskap.
Honum finnst slátur besti maturinn um þessar mundir.
Nafn: Baldur Sindri Sigurðarson.
Aldur: Sex og hálfs árs.
Stjörnumerki: Fiskarnir.
Búseta: Akranes.
Skóli: Brekkó, Akranesi.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Frímó og læra í Sprota.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kisa.
Uppáhaldsmatur: Slátur.
Uppáhaldshljómsveit: Aron Hannes.
Uppáhaldskvikmynd: Aulinn ég 2.
Fyrsta minning þín? Þegar við fórum í dýragarð í Þýskalandi og fengum að gefa fílunum epli og banana að borða.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Æfi fótbolta.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Atvinnumaður í fótbolta og dýrahirðir.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég fór í stóru vatnsrennibrautina á Tenerife.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Spilaði fótbolta og fór til útlanda.
Næst » Baldur Sindri skorar á Karólínu Orradóttur, frænku sína á Akureyri, að svara næst.