Tilvonandi bóndi og smiður
Aron Ísak er 5 ára strákur sem býr í sveitabænum Koti í Svarfaðardal. Á bænum eru kindur, hestar, kanínur, hundar, kisa og fiskar. Hann veit fátt skemmtilegra en að vera í kringum dýrin sín og leika sér við vini sína, þá sérstaklega í fótbolta.
Nafn: Aron Ísak Atlason.
Aldur: 5 ára.
Stjörnumerki: Hrútur.
Búseta: Kot, Svarfaðardal.
Skóli: Krílakot.
Skemmtilegast í skólanum: Leika við vini mína.
Áhugamál: Fótbolti, dýr, spila og fara í sund.
Tómstundaiðkun: Er að æfa fótbolta 2x í viku.
Uppáhaldsdýrið: Kýr og Perla og Salka, hundarnir mínir.
Uppáhaldsmatur: Kjúklingur.
Uppáhaldslitur: Rauður.
Uppáhaldsmynd: Töfralandið OZ, Dórótea snýr aftur.
Fyrsta minningin: Þegar ég fór með fjölskyldunni minni til Tenerife, það var mjög gaman. Fórum í vatnsrennibrautir og sáum alls konar ný dýr.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert: Útilegur á sumrin með fjölskyldunni og þegar ég fékk að gefa apa að borða.
Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór: Bóndi og smiður eins og pabbi