Gönguhópar skiptast á heimsóknum
Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Á Selfossi eru starfandi tveir gönguhópar eldri borgara. Sá á Selfossi er skipaður 12 körlum sem ganga alla virka daga ársins um klukkutíma á dag. Í Hveragerði er hins vegar hópur af körlum og konum sem ganga einu sinni í viku að minnsta kosti klukkutíma í senn.
Báðir hóparnir gera ýmislegt annað fyrir utan gönguna, eins og á fara í vorferð, heimsóknir til fyrirtækja og þess háttar. Nýlega heimsótti hópurinn á Selfossi Hvergerðingana þar sem boðið var upp á flottar móttökur, göngu í skógræktinni undir Hamrinum. Fengu allir páskaegg og lásu málshættina upphátt fyrir hina. Næst fara Hvergerðingar á Selfoss.