Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Heklaður skvísukragi
Hannyrðahornið 22. júlí 2015

Heklaður skvísukragi

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir
Hér er uppskrift að Hekluðum skvísukraga úr smiðju Elínar Guðrúnardóttur.
 
Garn: Whistler frá Garn.is
Heklunál: 4 mm
1 dokka ætti að duga í tvo kraga og kostar dokkan 199 kr.
Aþena, systurdóttir mín, er 3 ára skvísa sem hefur gaman af því að klæða sig upp og vera fín. Nú er sumar og nýtur Aþena þess að geta verið í kjól og þurfa ekki að fela glingur og skart undir peysu eða jakka. Bleikur er uppáhalds liturinn hennar Aþenu og vakti bleiki kraginn sem ég heklaði handa henni mikla lukku.
Þessi kragi er heklaður eftir uppskrift sem birtist í Bændablaðinu 2013, en ég breytti uppskriftinni aðeins til þess að hann hentaði betur yngri skvísum.
 
Uppskrift:
Uppskriftin er þannig að hægt er að hafa kragann í hvaða stærð sem er. En passa þarf upp á lykkjufjöldinn gangi upp í 7 til þess að mynstrið gangi upp. Til viðmiðunar var ég með 63 og 77 loftlykkjur í krögunum sem ég heklaði, að auki er svo bætt við 5 loftlykkjum til þess að gera hnappagat.
Fitjið upp margfeldið af 7 þar til æskilegri stærð er náð, þá er bætt við 5 LL.
 
1. umf: Heklið 1 FP í 6. LL frá nálinni 
(hnappagat gert), 1 FP í hverja LL út umf. 
Ég hekla í hnúðinn aftan á loftlykkjunum í stað þess að hekla framan í loftlykkjurnar, þetta geri ég til þess að hálsmálið sé fallegra.
2. umf: Heklið 1 LL, *1 FP í næstu 6 L, 2 FP í 
næstu L (útaukning gerð)*, endurtakið frá * að * út umf, en heklið aðeins 1 FP í síðustu L umf í stað þess að gera 2 FP.
3. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í allar L út umf.
4. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), sl. 2 L, 
*[1 ST, 3 LL, 1 ST] saman í næstu L, sl. 3 L*, endurtakið frá * að * þar til aðeins 3 L eru eftir, þá er sl. 2 L og heklað 1 ST í síðustu L. 
5. umf: Heklið 3 LL, sl. 2 L *[2 ST, 4 LL, 2 ST] 
saman í næsta LL-bil, sl. 2 L*, endurtakið frá * að * út umf, heklið 1 ST í 3. LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun síðustu umferðar.
*Hnúður: Heklið 4 LL, 1 KL í 1. LL
6. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í 1. L, sl. 2 L, *[3 ST,
 hnúður, 3 ST] saman í næsta LL-bil, sl. 2 L, 1 FP á milli ST, sl. 2 L*, endurtakið frá * að * út umf, ekki næst að klára síðustu endurtekninguna að fullu, í lokin er heklaður 1 FP í 3. LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun síðustu umferðar.
Slítið frá, gangið frá endum og saumið töluna á.
Fleiri myndir er að finna á www.garn.is og þar er einnig hægt að nálgast þessa uppskrift í rafrænu formi.
 
Góða skemmtun! − Elín Guðrúnardóttir

4 myndir:

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...