Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Litríkt barnateppi
Hannyrðahornið 26. júlí 2017

Litríkt barnateppi

Höfundur: Mæðgurnar í Handverkskúnst
Þetta litríka barnateppi er prjónað úr Scheepjes Whirl, fallega bómullargarninu okkar sem er fáanlegt í mörgum litbrigðum. 
 
Á dokkunni eru 1.000 metrar og hver dokka um 200 g. Garnið er gífurlega vinsælt og dugir til dæmis ein dokka í flest sjöl (prjónuð eða hekluð).
 
Ég prjónaði þetta teppi eins langt og dokkan dugði en auðvitað er ekkert mál að minnka það eða stækka, en þá þarf fleiri dokkur.
 
Garn:  Scheepjes Whirl – (fæst í Handverkskúnst)
Stærð: ca. 82x100 sm
Prjónar: Hringprjónn 60-80 sm nr 3 eða sú prjónastærð sem þarf til að prjónfesta passi
Prjónfesta: 25 lykkjur = 10 sm
Perluprjón:
Umferð 1 (réttan): Prjónið *1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið* endurtakið frá *-* út umferðina.
Umferð 2 (rangan): Prjónið slétt yfir brugðið og brugðið yfir slétt.
Endurtakið umferð 2
 
Aðferð: 
Fitjið upp 205 lykkjur og prjónið perluprjón fram og til baka 8 umferðir.  Skiptið yfir í munstur og prjónið þannig: 8 lykkjur perluprjón, prjónið samkvæmt munsturteikningu og endið umferðina á 8 lykkjur perluprjón.
Prjónið eins langt og dokkan endist, en endið á umferð 11 eða 22 í munstri og prjónið síðan 8 umferðir perluprjón. Fellið af. Í mínu tilfelli er ég með 13 endurtekningar á munstri og síðan perluprjónskantur efst á teppi.
Gangið frá endum, þvoið teppið og leggið til þerris.
 
 
Prjónakveðja, 
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is

 

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL