Perlur
Höfundur: Guðrún María Guðmundsdóttir
Þessi þægilega peysa á þau yngstu er prjónuð úr Baby Star garninu sem er sjálfmunstrandi og kemur fallega út í barnaflíkur og teppi. Garnið er til í 11 fallegum litum hjá okkur og einnig í netversluninni, www.garn.is.
Stærð:
6-9 (12-18) 24 mánaða
Garn:
Kartopu Baby Star: 2 (2) 2 dokkur
Prjónar:
Hringprjónn 60 sm nr 3,5
Prjónfesta:
22 lykkjur = 10 sm
Yfirvídd:
56 (60) 66 sm
Ermalengd:
19 (21) 24 sm
Sídd: 26 (31) 34 sm
Perluprjón:
Umferð 1: *1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin* endurtakið *-* út umferðina
Umferð 2: *1 lykkja brugðin, 1 lykkja slétt* endurtakið *-* út umferðina
endurtakið umferð 1 og 2
Aðferð: Peysan er prjónuð fram og til baka.
Bak- og framstykki: Fitjið upp 123 (131) 145 lykkjur og prjónið perluprjón, 8 umferðir. Prjónið áfram slétt prjón þar til stykkið mælist 16 (20) 25 sm. Fellið af fyrir handvegi; prjónið 29 (31) 34 lykkjur fellið af 4 lykkjur, prjónið 57 (61) 69 lykkjur fellið af 4 lykkjur, prjónið 29 (31) 34 lykkjur. Nú er bak- og framstykki prjónuð sér.
Bak: Prjónið perluprjón en fellið af í handvegi 1x2 lykkjur. Haldið áfram þar til berustykkið mælist 10 (11) 12 sm. Setjið 19 (19) 21 lykkjur fyrir miðju á þráð/nælu. Geymið stykkið.
Framstykki: Prjónið perluprjón en fellið af í handvegi 1x2 lykkjur. Haldið áfram þar til berustykkið mælist 6 (7) 8 sm. Fellið af í hálsmáli 4,3,2,1 lykkjur í annarri hverri umferð. Prjónið áfram þar til stykkið er jafnlangt bakstykki. Prjónið hitt framstykkið eins en speglað.
Lykkið saman axlir eða fellið af með þremur prjónum.
Ermar: Fitjið upp 34 (34) 36 lykkjur, tengið í hring, setjið prjónamerki og prjónið perluprjón, 8 umferðir. Prjónið áfram slétt prjón auk en aukið út um 1 lykkju sitthvorum megin við prjónamerki í 6 hverri umferð alls 4 (6) 7 sinnum = 42 (46) 50 lykkjur á prjóninum. Prjónið áfram slétt prjón þar til ermin mælist um það bil 19 (21) 24 sm. Fellið af fyrir handvegi undir miðri ermi 4 lykkjur. Ermin er nú prjónuð áfram fram og til baka og fellt af fyrir ermakúpul. Fellið af á hvorri hlið: 2 lykkjur 2 (2) 2 sinnum, 1 lykkja 3 (4) 5 sinnum, 3 lykkjur 2 (3) 3 sinnum. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru.
Listi á framstykki: Takið upp um það bil 54-66 lykkjur og prjónið 6 umferðir perluprjón. Munið eftir að gera 3 hnappagöt á hægri lista fyrir stelpu og vinstri lista fyrir strák.
Kragi: Takið upp um það bil 52-62 lykkjur og prjónið 22 umferðir perluprjón. Fellið af og brjótið kragann niður.
Prjónakveðja, Guðrún María Guðmundsdóttir