Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ponchoið Malina
Hannyrðahornið 23. maí 2019

Ponchoið Malina

Höfundur: Handverkskúnst
Poncho með hjartalaga puff spori, heklað úr Drops Brushed Alpaca Silk. Létt og þægilegt til að bregða yfir sig í sumar. 
 
Stærðir:  S/M – L/XL – XXL/XXXL
 
Garn: Drops Brushed Alpaca Silk, fæst hjá Handverkskúnst. Fjólublár nr 08: 200-200-250 g 35% afsláttur til 31. maí af öllu Drops garni.
 
Heklunál: 5,5 mm
 
Heklfesta: 13 stuðlar á breidd og 8 umferðir á hæð verða 10 x 10 cm.
 
 
Poncho: Stykkið er heklað fram og til baka eins og hálsklútur og síðan saumað saman í poncho. Fitjað er upp með tveimur þráðum en eftir það heklað með einföldum þræði, þetta er gert til þess að uppfitið sé teygjanlegra.
 
Fitjið upp 60-72-84 loftlykkjur. Fyrstu tvær umferðirnar eru heklaðar eftir mynstri A.1a í fyrstu 4 loftlykkjurnar, eftir mynstri A.2a í næstu 52-64-76 loftlykkjur (= 13-16-19 mynstureiningar) og eftir mynstri A.3a í síðustu 4 loftlykkjurnar. Svo er heklað eftir mynstri A.1b yfir mynstur A.1a, A.2b yfir A.2a og A.3b yfir A.3a. Endurtakið A.1b/A.2b/A.3b til stykkið mælist ca 137-145-160 cm, klippið frá og gangið frá endum.
 
Frágangur: Brjótið stykkið saman svo úr verði poncho líkt og sést á myndinni. Saumið saman með varpspori og gætið þess að saumurinn sé ekki of strekktur.
 
Mynstur
 
 
 
Hettutrefill
Hannyrðahornið 5. febrúar 2025

Hettutrefill

Hettutreflar eru mjög vinsælir núna. Þessi er prjónaður úr DROPS Daisy og DROPS ...

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.