Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stórir draumar
Hannyrðahornið 2. apríl 2020

Stórir draumar

Höfundur: Handverkskúnst
Heklað barnateppi úr Drops Sky. Teppið er heklað með gatamynstri og púfflykkjum sem gefa skemmtilega áferð. Drops Sky er ótrúlega létt garn og lungamjúkt. Mynstrið kemur svo sérstaklega fallega út í Sky þar sem það er hreyfing í öllum litum garnsins. 
 
Vona að ykkur líki jafn vel við þetta teppi og okkur.
 
Heklkveðjur mæðgurnar 
í Handverkskúnst
Elín & Guðrún María.
 
Stærðir: 47-52 cm (66-80 cm)
 
Garn: Drops Sky, fæst á Garn.is
Ljósbeige nr. 03, 150 (200) g
 
Heklunál: 4,5 mm
 
Heklfesta: 16 stuðlar = 10 cm
 
Útskýring á púfflykkju:
Athugið að þegar hekluð er púfflykkja er mikilvægt er að hekla í loftlykkjuna en ekki fara undir hana. *Sláið bandinu upp á nálina, stingið nálinni í loftlykjuna, sláið bandinu upp á og dragið í gegnum loftlykkjuna, dragið báða uppslættina vel upp (ca. 2 cm hæð)*, heklið frá * að * alls 5 sinnum, sláið bandinu upp á nálina og dragið bandið í gegnum allar lykkjurnar sem eru á nálinni.
 
 
Uppskriftin:
Teppið er heklað fram og til baka.
Fitjið upp 77 (107) loftlykkjur, heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá nálinni (= 2 stuðlar), heklið 1 stuðul í hverja loftlykkju. = 75 (105) stuðlar.
 
Heklið nú eftir mynsturteikningunni þannig: Heklið A.1 yfir fyrstu 2 lykkjurnar, A.2 yfir næstu 66 (96) lykkjur (= 11 (16) mynsturendurtekningar), heklið A.3 yfir síðustu 7 lykkjurnar. 
Munið að passa upp á heklfestuna.
 
Þegar mynsturteikningin hefur verið hekluð 1 sinnum á hæðina er hún mynstrið endurtekið frá þeirri umferð sem örin bendir á (fyrstu umferð teikningarinnar er sleppt) þar til stykkið mælist ca. 51 (79) cm – stillið mynstrið þannig af að síðasta umferðin sé ekki umferð með púfflykkjum.
 
Klárið teppið með því að hekla eina umferð af stuðlum í hverja lykkju (hvort sem það sé stuðull eða loftlykkja). Stykkið ætti þá að mælast ca. 52 (80) cm.
 
Slítið frá og gangið frá endum.
 
Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...