Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Höfundur: Stelpurnar í Handverkskúnst.

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 58 litbrigðum og ættu allir að finna lit sem þeim líkar.

Garnið er á 30% afslætti hjá okkur í Handverkskúnst út febrúar og kostar dokkan 384 kr. eða 441 kr. eftir því hvaða litur verður fyrir valinu.

DROPS mynstur: 242-46

Stærðir: S/M – M/L

Höfuðmál: um 54/56 – 56/58 cm

Hæð með uppábroti á kanti: Um 24 -26 cm Garn: DROPS SNOW fæst í Handverkskúnst. 150 - 150 g, Ljósblár, litur nr 12.

Aðrir litir á mynd: Páfagaukagrænn litur 103, Kóboltblár litur 104, Límonaði litur 106, Púðurbleikur litur 51, Magenta litur 105.

Prjónar: Hringprjónar nr 6 og nr 7, 40 cm. Sokkaprjónar nr 7.

Prjónfesta: 12 lykkjur á breidd og 16 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

Útaukning: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerkið situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn.

Endurtakið við hvert prjónamerki.

Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður mismunandi eftir því hvort hann er á undan eða á eftir prjónamerkinu. Á UNDAN prjónamerki: Lyftið uppslættinum af prjóni og setjið til baka á prjóninn í gagnstæða átt og prjónið í fremri lykkjubogann – lykkjan snýr til hægri. Á EFTIR prjónamerki:

Prjónið uppsláttinn í aftari lykkjubogann – lykkjan snýr til vinstri.

Uppskriftin: Húfan er prjónuð í hring ofan frá og niður, byrjað er með sokkaprjónum og skipt yfir á hringprjón eftir þörf.

Fitjið upp 6 lykkjur á sokkaprjóna nr. 7

1. umf: *Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn*, prjónið frá *-* út umferðina.

2. umf: Prjónið slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt = 12 lykkjur.

Setjið 4 prjónamerki í stykkið, prjónamerkin eru sett á milli lykkja þannig að það eru 3 lykkjur á milli prjónamerkja.

Lesið útskýringu á útaukningu að ofan, prjónið sléttprjón og aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki. Aukið svona út í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út alls 4-5 sinnum, síðan er aukið út í þriðju hverri umferð alls 2-1 sinnum = 60 lykkjur. Útaukning í stærð S/M er lokið.

Fyrir stærð M/L: Prjónið 2 umferðir án útaukninga og prjónið síðan 1 umferð þar sem einungis er aukið út hvoru megin við 2 prjónamerki = 64 lykkjur.

Báðar stærðir: Prjónið í hring í sléttprjóni þar til stykkið mælist ca 20-21 cm. Snúið stykkinu þannig að hægt sé að prjóna áfram frá röngu. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir umferðina = 64-68 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón nr. 6. Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 13-14 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Húfan mælist 33-35 cm frá uppfitjunarkanti. Snúið húfunni til baka að réttu, brjótið uppá stroffið ca 9 cm tvöfalt að réttu. Þræðið þráðinn í gegnum lykkjurnar frá uppfitjunarkanti, herðið að og festið vel.

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...