Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vestfirskir vettlingar Hörpu
Hannyrðahornið 20. september 2021

Vestfirskir vettlingar Hörpu

Höfundur: Harpa Ólafsdóttir

Hér er uppskrift að vestfirskum vettlingum. Höfundur er Harpa Ólafsdóttir.

DÖMUSTÆRÐ

EFNI: Þingborgarband þrír litir. 2 hespur í aðallit, ein hespa af hvorum munsturlit.

PRJÓNAR: Sokkaprjónar nr. 2 ½ og 3.

VINSTRI vettlingur:

Fitjið upp 44 l. á prjóna nr. 2 ½ með munsturlit, skiptið lykkjunum jafnt á 4 prjóna og prj. stroff 2 sl., 2 br. alls 10 umf. Skipt yfir á prjóna nr. 3 og prj. slétt eftir munsturteikningu frá hægri til vinstri. Í umf. 21 er aukið út um 1 l á hvern prjón. Rauða strikið sýnir hvar er gert ráð fyrir þumli. Þá eru 8 l. prj. með aukabandi, lykkjurnar settar aftur á vinstri prjón og prj. aftur með aðallit.
Haldið áfram að prj. eftir munsturteikningu að úrtöku.

Bandúrtaka: 1. umf. prj. þannig:

1. prjónn: prj. fyrstu l. sl., takið næstu af óprjónaða, prj. næstu, steypið óprj. l. yfir þá l., prj. prjón á enda.
2. prjónn: prj. þar til 3 l. eru eftir á prjóninum prj. 2 l. saman sem eina, prj. síðustu l. sl. 3. prjónn: prj. eins og 1. prjónn.
4. prjónn: prj. eins og 3. prjónn.

Úrtakan prj. að öðru leiti eftir teikningu.

Slítið frá og dragið endann í gegn um lykkjurnar.

ÞUMALL: Rekið upp aukabandið og takið upp lykkjurnar og aukalykkjur í hvorri vik svo lykkjurnar verði alls 20. Prjónið 20 umf. með aðallit, takið úr eins og á vettling.

HÆGRI vettlingur: Prj. eins og sá vinstri en nú er prj. eftir munsturteikningu frá vinstri til hægri.

FRÁGANGUR: Gangið frá endum og handþvoið með volgu vatni.

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...