Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vestfirskir vettlingar Hörpu
Hannyrðahornið 20. september 2021

Vestfirskir vettlingar Hörpu

Höfundur: Harpa Ólafsdóttir

Hér er uppskrift að vestfirskum vettlingum. Höfundur er Harpa Ólafsdóttir.

DÖMUSTÆRÐ

EFNI: Þingborgarband þrír litir. 2 hespur í aðallit, ein hespa af hvorum munsturlit.

PRJÓNAR: Sokkaprjónar nr. 2 ½ og 3.

VINSTRI vettlingur:

Fitjið upp 44 l. á prjóna nr. 2 ½ með munsturlit, skiptið lykkjunum jafnt á 4 prjóna og prj. stroff 2 sl., 2 br. alls 10 umf. Skipt yfir á prjóna nr. 3 og prj. slétt eftir munsturteikningu frá hægri til vinstri. Í umf. 21 er aukið út um 1 l á hvern prjón. Rauða strikið sýnir hvar er gert ráð fyrir þumli. Þá eru 8 l. prj. með aukabandi, lykkjurnar settar aftur á vinstri prjón og prj. aftur með aðallit.
Haldið áfram að prj. eftir munsturteikningu að úrtöku.

Bandúrtaka: 1. umf. prj. þannig:

1. prjónn: prj. fyrstu l. sl., takið næstu af óprjónaða, prj. næstu, steypið óprj. l. yfir þá l., prj. prjón á enda.
2. prjónn: prj. þar til 3 l. eru eftir á prjóninum prj. 2 l. saman sem eina, prj. síðustu l. sl. 3. prjónn: prj. eins og 1. prjónn.
4. prjónn: prj. eins og 3. prjónn.

Úrtakan prj. að öðru leiti eftir teikningu.

Slítið frá og dragið endann í gegn um lykkjurnar.

ÞUMALL: Rekið upp aukabandið og takið upp lykkjurnar og aukalykkjur í hvorri vik svo lykkjurnar verði alls 20. Prjónið 20 umf. með aðallit, takið úr eins og á vettling.

HÆGRI vettlingur: Prj. eins og sá vinstri en nú er prj. eftir munsturteikningu frá vinstri til hægri.

FRÁGANGUR: Gangið frá endum og handþvoið með volgu vatni.

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...