Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Áhöfnin á rússneska rannsóknar­skipinu, rauða örin bendir á flöskuskeytasendandann.
Áhöfnin á rússneska rannsóknar­skipinu, rauða örin bendir á flöskuskeytasendandann.
Mynd / Skipverjar á Akademik Fedorov
Líf&Starf 16. mars 2017

Íslenskur vélhjólamaður fann rússneskt flöskuskeyti í Þykkvabæjarfjöru

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Laugardaginn 25. febrúar var Atli Már Guðnason frá Borg í Þykkvabæ í heimsókn í Þykkvabænum og brá sér niður í fjöru og fann þar flöskuskeyti á rússnesku.
 
Félagi Atla, Karl Sigurðsson, tók mynd á símann sinn af skeytinu og sendi á netfangið sem gefið var upp með þessum skilaboðum: „Hi, just found this“. Stuttu seinna kom svar frá rússneskum manni að nafni Alexey Kolesnikov sem var á rannsóknarskipinu Akademik Fedorov 2014 í Norðuríshafinu. Í þeirri ferð setti Alexey nokkur flöskuskeyti í sjóinn við ísröndina í ágúst 2014 þegar þau voru norður af Austur-Síberíu.
 
Samkvæmt því mun staðsetning skipsins hafa verið nálægt 80 gráður N. og 160 gráður A., en staðurinn í Þykkvabæjarfjöru þar sem skeytið rak á land er nálægt því að vera í 63,45 N og 20,40 A. Líklega eru þetta yfir 3.000 sjómílur, eða yfir 5.000 kílómetrar stystu sjóleið. Flöskuskeytið hefur þó væntanlega verið að hrekjast í hafinu eftir krókaleiðum í sjónum í rúmlega tvö og hálft ár um mun lengri vegalengd.  
 
Atli með flöskuna í fjörunni. Mynd / Sævar Bjarki Einarsson.
 
Fastir í ísnum rétt norðan við 80 gráður norður. Mynd / skipverjar á Akademik Fedorov
 
Spennuþrungin stund, Karl Sigurðsson, til vinstri, og Atli Már Guðnason, til hægri, hjálpast við að ná skeytinu frá Alexey Kolesnikov úr flöskunni.
 
Þetta virtist óskiljanlegt, en net­fangið og símanúmerið skildist vel. Mynd / HLJ
 

Kortið sýnir rannsóknarferla 2014, flaskan fór í sjóinn við gulu punktalínuna.Mynd / skipverjar á Akademik Fedorov

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...