Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á söfnunum eru oft fjölbreyttir viðburðir í desember. Hér má sjá jólasveina heimsækja Þjóðminjasafn Íslands.
Á söfnunum eru oft fjölbreyttir viðburðir í desember. Hér má sjá jólasveina heimsækja Þjóðminjasafn Íslands.
Mynd / Þjóðminjasafn
Líf og starf 12. desember 2022

Aðventan og jólin á söfnunum

Höfundur: Dagrún Ósk Jónsdóttir, verkefnisstjóri FÍSOS.

Jólunum fylgir yfirleitt ákveðinn hátíðleiki og gleði. Þau eru töfrandi tími. Þá er oft mikið um að vera, en á sama tíma leggur fólk mikið upp úr því að reyna að slaka á og eiga gæðastundir með fjölskyldu, vinum og ættingjum.

Í desember, í aðdraganda jólanna, er líka oft mikið um að vera á söfnum landsins, en þau eru gífurlega fjölbreytt, ólík og áhugaverð. Í safnaflórunni má finna náttúrugripa-, lista- og minjasöfn sem öll hafa gífurlega mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu. Hlutverk safna er auðvitað að safna munum og minningum, skrá og varðveita fyrir framtíðina, stunda rannsóknir og miðla.

Söfnin taka þátt í gleðinni sem ríkir í desember. Víða eru settar upp sérstakar jólasýningar, haldnir jólaviðburðir, tónleikar, fræðafjör, smiðjur og skemmtanir fyrir fólk á öllum aldri. Söfnin varðveita muni, gripi, listaverk, sögur, fróðleik, myndir og minningar sem tengjast vetrinum og jólahátíðinni og í desember er kjörið tækifæri til að draga það fram og leyfa sem flestum að njóta.

Mörg söfn varðveita muni, myndir og minningar sem tengjast jólunum. Mynd / Sauðfjársetur á Ströndum


Jólin hafa þróast og breyst í áranna rás. Það er gaman að heimsækja söfn á aðventunni og rifja upp gamla tíma, hvað þótti áður ómissandi hluti af jólunum en sést varla lengur? Hvað hefur bæst við? Og hvernig mun hátíðin halda áfram að breytast á komandi árum?

Í ár hafa söfn á Íslandi líka tekið sig saman um að búa til sameiginlegt jóladagatal á vefnum. Einn gluggi verður opnaður í jóladagatalinu á hverjum degi og þar leynast alls konar fallegir gripir, munir, listaverk og náttúrufyrirbrigði sem tengjast jólunum og vetrinum. Þannig eru söfnin einnig gerð aðgengileg, því hægt er að njóta þess að skoða dagatalið heima. Það er aðgengilegt á Facebook-síðunni Félag íslenskra safna og safnmanna.

Þá hvetjum við ykkur líka öll sem eitt til að heimsækja söfnin í ykkar nærumhverfi á aðventunni. Það er skemmtileg leið til að brjóta upp aðventustressið og slaka á. Söfn eru upplýsandi, fræðandi og gefandi. Þar má finna jólaandann svífa yfir vötnum, hátíðleika og gleði.

Skylt efni: söfnin í landinu

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...