Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þarna má sjá Andann Ingu Söndru Hjartardóttur og Apann Thelmu Sif Jóhannesdóttur ásamt Aladín á æfingu.
Þarna má sjá Andann Ingu Söndru Hjartardóttur og Apann Thelmu Sif Jóhannesdóttur ásamt Aladín á æfingu.
Líf og starf 8. nóvember 2022

Ævintýrið mikla ... frá öðru sjónarhorni

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Söguna vinsælu úr 1001 nótt um hann Aladín þekkja flestir. Þar eru í aðalhlutverki þeir félagar Aladín og andinn í töfralampanum ... en einnig hin frábæra Jasmín prinsessa.

Færri vita kannski að upprunalega hét prinsessan Badroulbadour, en nafn hennar þýðir fullt tungl – sem er tákn austrænnar fegurðar.

Ævintýrið hafa nú liðsmenn leikfélags Borgar í Grímsnesi sett upp en þó með nýjum brag.

Höfundurinn og leikstjórinn Sindri Mjölnir í gervi Aladíns.
Ævíntýri Sindra Mjölnis

Tók félagsmaðurinn Sindri Mjölnir sig til og endurskrifaði söguna frá sjónarhorni prinsessunnar Badroulbadour – listavel og nokkuð sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Leikrit Aladíns hefur ekki farið á fjalirnar áður þar sem saga Aladíns og Jasmínar er í eigu Disney en með nýjum vinkli geta áhorfendur glaðst yfir sögunni sem þeir þekkja svo vel.

Kemur virkilega á óvart

Í samtali við Guðnýju Tómasdóttur formann kemur fram að með þessari nýju aðalpersónu og nýja sjónarhorni er ævintýrið bæði nútímavætt og kemur virkilega á óvart.

Leikritið er ætlað ungum jafnt sem öldnum og sýnt á misjöfnum tíma sólarhringsins, til að koma til móts við öll aldursskeið. Hvað varðar leikarana eru þeir 15 talsins, sá elsti um áttrætt og sá yngsti um sjötíu árum yngri, eða tólf ára.

Meðal þeirra finnast lærðir leikarar, áhugamenn af hjarta og sál og í raun öll flóran. Frumsýnt verður þann 12. nóvember.

Miðasalan verður á tix.is en ná sýningar fram í desember þar sem út dettur ein helgi í nóvember. 

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...