Augnlitir í sauðfé
Sjöunda útgáfa Hvammshlíðardagatals hefur litið dagsins ljós.
Útgefandinn, Karólína Elísabetardóttir, sauðfjárbóndi í Hvammshlíð, segir að eins og fyrri ár sé um ljósmyndadagatal í stóru broti að ræða, auk þess sem þar sé ýmsan fróðleik að finna um búfé og sveitalífið, í dag og fyrr á tímum.
„Að þessu sinni er til dæmis fjallað um augnliti í sauðfé, um horn af öllum stærðum og gerðum og mismunandi heiti á mismunandi svæðum og einnig um málvenjur á borð við að „fara norður til Akureyrar en fara vestur heim“, skráðar á stóru Íslandskorti.
Ekki síst eru helstu orðin í kringum hefðbundinn heyskap útskýrð með teikningum eftir Bjarna Guðmundsson og gömlum ljósmyndum,“ útskýrir Karólína.
Karólína er höfundur og tók einnig samtímamyndirnar í dagatalinu. Hún segir að það fáist keypt á ýmsum stöðum á Norður-, Vestur- og Suðurlandi og beint hjá henni sjálfri