Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tölvuleikurinn Minecraft nýtur mikilla vinsælda víðs vegar um heiminn.
Tölvuleikurinn Minecraft nýtur mikilla vinsælda víðs vegar um heiminn.
Líf og starf 28. september 2021

Autcraft - Netsamfélag ætlað einstaklingum á einhverfurófi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Tengslamyndun er nauðsynleg, að kunna samskipti við veröldina í kringum sig og að skynja sig sem hluta af heild. Mikil áskorun við slíkt, áskorun við félagslega tilveru, slæm upplifun og viðbrögð einstaklinga er eitthvað sem hefur verið tekist á við í gegnum tíðina og greint sem raskanir á einhverfurófi.

Einhverfa er samheiti hegðunareinkenna, sem tengjast truflun á taugaþroska og koma í ljós fyrst á leikskólaaldri. Einhverfu er ekki hægt að greina með lífeðlisfræðilegum prófum en er heldur greind með þroskaprófum og beinni athugun á atferli manneskjunnar. Innan einhverfurófsins má finna meðal annars Aspergersheilkennið sem er ódæmigerð einhverfa, en þroskaröskun engu að síður.

Félagsleg samskipti

Algengt er meðal einhverfra einstaklinga að geta til félagslegra samskipta er skert og fylgir oft vanlíðan; þunglyndi og/eða kvíði. Skynáreiti, að lesa í aðstæður eða annað fólk er þeim erfitt og því er mikilvægt að viðkomandi mæti skilningi, fái einstaklingsmiðaðan stuðning og aðlögun athafna og aðstæðna. Ýmsir þættir líkt og félagslíf, tækifæri til náms og aðrar félagslegar aðstæður skipta miklu máli fyrir virka þátttöku einstaklinga í lífinu, líkt og hjá öðrum, og því sjálfsagt að mæta þeim með skilningi.

Tölvu- og byggingarleikurinn Minecraft kemur sterkur inn

Minecraft gengur út á að byggja mannvirki úr kubbum þar sem spilarinn skapar og vinnur innan þrívíddarheima sem myndaðir eru úr miklum fjölda mynstraðra kubba. Leikurinn sem slíkur hefur ekkert sérstakt markmið, en þó er innbyggt í hann hvatakerfi. Þessi skemmtilegi tölvuleikur virðist höfða vel til einhverfra einstaklinga, hægt er að byggja sinn eigin heim án utanaðkomandi áreita ef vill, leikurinn er ekki kvíðavaldandi og undir eru spilaðir rólegir klassískir tónar.

Árið 2013 ákvað vefhönnuður að nafni Stuart Duncan að bæta um betur og setti upp Minecraft netþjón, eingöngu ætlaðan einstaklingum með einhverfu og fjölskyldum þeirra. Honum að óvörum óskuðu mörg hundruð manns eftir að fá að vera með í því sem hann kallar „Autcraft“ og státar nú samfélagið af að minnsta kosti 8.000 meðlimum.

Netsamfélag býður upp á tjáskipti

Autcraft er, eins og gefur að skilja, ekki eins og hvert annað netsamfélag heldur aðstoðar það einhverf börn og einstaklinga að æfa félagslega færni. Þarna er leið til að tjá sig og eiga samskipti án þess álags sem getur orðið í mannlegum samskiptum og ekki þörf á að lesa í líkamlega tjáningu, svipbrigði eða augnsambönd meðspilara sinna. Félagslegu samskiptin eru þarna einungis yfir lyklaborðið og heyrnartólin.

Aukin félagsfærni

Virkni Autcraft vakti athygli og fylgst var með leikmönnum þess yfir netið vegna rannsóknar um mögulega félagsfærni sem þarna átti sér stað. Í kjölfar rannsóknarinnar kom í ljós að þarna tengdust aðilar vináttuböndum, tjáðar voru tilfinningar svo sem gleði yfir leiknum en einnig kvíði eða sorg yfir vandamálum raunveruleikans.

Forstöðukona PEERS Clinic við háskólann í Kaliforníu, Elizabeth Laugeson, sem kennir ungum fullorðnum með einhverfu hvernig á að byggja upp sambönd – telur að ganga í samfélag á borð við Autcraft sé gott skref í áttina að því að minnka félagslegan kvíða og tilheyra samfélagi. Auðvitað er heimur Minecraft ekki sambærilegur við raunheima en þó má kynnast því hversu öflugt og mikilvægt félagslegt umhverfi er.

Að tilheyra hópi sem miðast við sameiginlegt áhugamál, í góðu og hvetjandi umhverfi, hefur mikil og góð áhrif á líðan. Þeir sem forvitnir eru um Autcraft geta heimsótt síðuna www.autcraft.com og fengið frekari upplýsingar.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...