Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Baráttusaga fullhugans séra Halldórs í Holti
Líf og starf 18. október 2022

Baráttusaga fullhugans séra Halldórs í Holti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti undir Eyjafjöllum, hefur sent frá bók sem hann kalla Handrit. Baráttusaga fullhugans séra Halldórs í Holti.

Halldór hefur, auk þess að vera prestur, varið ævi sinni í baráttu fyrir hrossabændur og var einn af stofnendum Félags hrossabænda.
Halldór segir það hafa verið örlög sín að verða vitni að fjöldamörgum samfélagslegum atvikum, þar sem hann hafði beina eða óbeina aðkomu.

„Því hef ég ráðist í að gefa þetta handrit út, sem mína sögu með þessari óvenjulegu framsetningu og tilvísun til númeraðra fylgiskjala, sem liggja nákvæmar fyrir um það sem gerðist. Þannig gæti þetta handrit með fylgiskjölum verið með í umfjöllun um þessa atburði verði um þá fjallað síðar í öðrum frásögum, handritum eða heimildum. Sagan mun
vafalaust kalla á viðbrögð nokkurra, sem telja á sér brotið eða að ég fari með rangt mál. Svar mitt er að sagan er mín frásögn, sögð út frá þeim gögnum sem fyrir liggja hjá mér í tilvitnuðum fylgiskjölum, skrifaðri dagbók eða liggja fyrir í skrifuðum blaðagreinum mínum.

Það sem er þar umfram, er skráð eftir því sem ég man gleggst frá minni upplifun í samskiptum við marga aðila. Ég valdi þetta heiti sögunnar, Baráttusaga fullhugans, vegna þess að þegar ég lít til baka, skil ég ekki þessa baráttu mína fyrir því sem mér fannst ég verða að berjast fyrir, nema vegna þess að það brann innra með mér, að bregðast hverju sinni við því sem mér fannst rangt og þess vegna lagði ég af stað óhræddur sem fullhugi til leiðréttinga eða framkvæmda, sem tókst stundum, stundum nokkru síðar og stundum brást algjörlega. Það var þetta einfalda að gera rétt og þola ei órétt.“

Skylt efni: Bækur

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...