Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Rúnar Atli, 6 ára sonur Karenar Evu, er eitt barnanna í Þykkvabæ sem hafa staðið með þessi skilti í sumar þar sem hraðast er ekið í þorpinu. Ökumenn hægja strax á sér þegar þeir sjá skiltin.
Rúnar Atli, 6 ára sonur Karenar Evu, er eitt barnanna í Þykkvabæ sem hafa staðið með þessi skilti í sumar þar sem hraðast er ekið í þorpinu. Ökumenn hægja strax á sér þegar þeir sjá skiltin.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 30. ágúst 2023

Börnin í Þykkvabæ taka málin í sínar hendur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Íbúar í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra eru orðnir langþreyttir á hraðakstri í gegnum þorpið og vilja fá hraðahindrun til að hægja á umferðinni.

Börnin í þorpinu hafa meðal annars tekið málið í sínar hendur og standa með skilti þar sem hraðast er ekið og biðja ökumenn að hægja á sér.

Umferðin alltaf að aukast

„Það er ekið talsvert hratt í gegnum þorpið og umferð er alltaf að aukast. Það er mun meiri umferð hér í gegn yfir sumartímann enda er hér frábært tjaldstæði og hótel. Margir hægja á sér en það eru nokkrir sem keyra allt of hratt miðað við aðstæður,“ segir Karen Eva Sigurðardóttir, íbúi í Þykkvabæ. Hún segir að það sé búið að senda inn erindi til Rangárþings ytra og óska eftir hraðahindrun en ekkert hafi gerst enn í málinu. „Vonandi fáum við hraðahindrun sem fyrst eða kannski bara gangstétt. Það er óþægilegt að vita af börnum sínum úti í garði við veg þar sem umferð er hröð. Við foreldrarnir teljum þetta skipta miklu máli og höfum áhyggjur af þessu. Við vonum að það verði ekki hér slys á fólki sem mun ýta þessum framkvæmdum af stað,“ bætir Karen Eva við.

Skylt efni: Þykkvibær

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...