Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Rúnar Atli, 6 ára sonur Karenar Evu, er eitt barnanna í Þykkvabæ sem hafa staðið með þessi skilti í sumar þar sem hraðast er ekið í þorpinu. Ökumenn hægja strax á sér þegar þeir sjá skiltin.
Rúnar Atli, 6 ára sonur Karenar Evu, er eitt barnanna í Þykkvabæ sem hafa staðið með þessi skilti í sumar þar sem hraðast er ekið í þorpinu. Ökumenn hægja strax á sér þegar þeir sjá skiltin.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 30. ágúst 2023

Börnin í Þykkvabæ taka málin í sínar hendur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Íbúar í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra eru orðnir langþreyttir á hraðakstri í gegnum þorpið og vilja fá hraðahindrun til að hægja á umferðinni.

Börnin í þorpinu hafa meðal annars tekið málið í sínar hendur og standa með skilti þar sem hraðast er ekið og biðja ökumenn að hægja á sér.

Umferðin alltaf að aukast

„Það er ekið talsvert hratt í gegnum þorpið og umferð er alltaf að aukast. Það er mun meiri umferð hér í gegn yfir sumartímann enda er hér frábært tjaldstæði og hótel. Margir hægja á sér en það eru nokkrir sem keyra allt of hratt miðað við aðstæður,“ segir Karen Eva Sigurðardóttir, íbúi í Þykkvabæ. Hún segir að það sé búið að senda inn erindi til Rangárþings ytra og óska eftir hraðahindrun en ekkert hafi gerst enn í málinu. „Vonandi fáum við hraðahindrun sem fyrst eða kannski bara gangstétt. Það er óþægilegt að vita af börnum sínum úti í garði við veg þar sem umferð er hröð. Við foreldrarnir teljum þetta skipta miklu máli og höfum áhyggjur af þessu. Við vonum að það verði ekki hér slys á fólki sem mun ýta þessum framkvæmdum af stað,“ bætir Karen Eva við.

Skylt efni: Þykkvibær

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...