Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Brautskráning frá Hólum
Líf og starf 19. júní 2014

Brautskráning frá Hólum

Alls voru 68 nemendur brautskráðir frá Háskólanum á Hólum föstudaginn 6. júní síðastliðinn við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð.

Nemendur á Hólum útskrifast frá hestafræðideild, fiskeldis- og fiskalíffræðideild og  ferðamáladeild. Í fyrsta sinn var nemandi brautskráður með MA-próf í ferðamálafræði, Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, og einnig var þetta í fyrsta skipti sem nemendur útskrifuðust með BS-próf í sjávar- og vatnalíffræði af sameiginlegri námsbraut Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. Það voru þær Freydís Ósk Hjörvarsdóttir og Soffía Karen Magnúsdóttir.

Sjö nemendur voru brautskráðir með BS í hestafræði, af sameiginlegri námsbraut Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, en að þessu sinni var það Landbúnaðarháskólinn sem annaðist brautskráninguna.

Hólarektor ávarpaði viðstadda og deildarstjórar fluttu auk þess stutt ávörp áður en þeir afhentu prófskírteinin. Að athöfn lokinni bauð skólinn viðstöddum til kaffisamsætis, sem Ferðaþjónustan á Hólum annaðist.

„... Heimsins þagna harmakvein ...“
Líf og starf 7. janúar 2025

„... Heimsins þagna harmakvein ...“

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Jóhannesi úr Kötlum.

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?