Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Brautskráning frá Hólum
Líf og starf 19. júní 2014

Brautskráning frá Hólum

Alls voru 68 nemendur brautskráðir frá Háskólanum á Hólum föstudaginn 6. júní síðastliðinn við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð.

Nemendur á Hólum útskrifast frá hestafræðideild, fiskeldis- og fiskalíffræðideild og  ferðamáladeild. Í fyrsta sinn var nemandi brautskráður með MA-próf í ferðamálafræði, Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, og einnig var þetta í fyrsta skipti sem nemendur útskrifuðust með BS-próf í sjávar- og vatnalíffræði af sameiginlegri námsbraut Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. Það voru þær Freydís Ósk Hjörvarsdóttir og Soffía Karen Magnúsdóttir.

Sjö nemendur voru brautskráðir með BS í hestafræði, af sameiginlegri námsbraut Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, en að þessu sinni var það Landbúnaðarháskólinn sem annaðist brautskráninguna.

Hólarektor ávarpaði viðstadda og deildarstjórar fluttu auk þess stutt ávörp áður en þeir afhentu prófskírteinin. Að athöfn lokinni bauð skólinn viðstöddum til kaffisamsætis, sem Ferðaþjónustan á Hólum annaðist.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...