Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Breiðir út fegurð íslensku sauðkindarinnnar
Líf og starf 20. desember 2018

Breiðir út fegurð íslensku sauðkindarinnnar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Lambadagatalið fyrir árið 2019 er komið út, í fimmta sinn. Það prýðir að venju stórar og fallegar andlitsmyndir af nýlega fæddum lömbum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndirnar fanga fegurð þeirra, persónuleika og þá einstöku dásemd sem fólgin er í nýju lífi.
 
Dagatalið er í A4 stærð (hæð 297 mm og breidd 210 mm) þar sem hver mánuður er á einni blaðsíðu. Það er gormað með upphengju og því auðvelt að hengja það upp þar sem hentar. Á það eru merktir allir hefðbundnir helgi- og frídagar, einnig eru merkingar fyrir fánadaga, komu jólasveinanna, gömlu mánaðaheitin og ýmsa aðra daga er tengjast sögu lands og þjóðar. Dagatalið er því ekki eingöngu fallegt heldur inniheldur líka þjóðlegan fróðleik og er því tilvalið til gjafa, ekki hvað síst jólagjafa. Fallegar myndirnar og þjóðlegur fróðleikurinn veitir dagatalinu líftíma umfram það ár sem venjan er með dagatöl. 
 
Ragnar Þorsteinsson sauðfjárbóndi, ljósmyndari, ásamt ýmsu öðru tilfallandi hefur veg og vanda að útgáfu lambadagatalsins.
 
Ragnar Þorsteinsson sauðfjár­bóndi, ljósmyndari, ásamt ýmsu öðru tilfallandi hefur veg og vanda að útgáfu lambadagatalsins, en flestar myndanna eru teknar á búi hans, Sýrnesi í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu.
 
Lambadagatölin hafa hlotið góðar viðtökur. Útgáfan hefur verið fjármögnuð á Karolina Fund þar sem þau eru keypt í forsölu. Megintilgangur útgáfunnar er þó að sögn Ragnars sá að breiða út sem víðast  fegurð og fjölbreytni íslensku sauðkindarinnar. 
Lopi leiðtoganna
Líf og starf 4. nóvember 2024

Lopi leiðtoganna

Íslenska ullin hefur lengi verið aðaluppistaðan í klæðnaði hérlendis og staðið a...

„... smalinn er alkominn heim“
Líf og starf 4. nóvember 2024

„... smalinn er alkominn heim“

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Stephan G. Stephanssyni.

Kýrbyrjunin eða Cow opening
Líf og starf 1. nóvember 2024

Kýrbyrjunin eða Cow opening

Í skák eru til mjög margar byrjanir, sem í gegnum tíðina hafa fengið ýmis nöfn. ...

Sparneytinn sjö manna jepplingur
Líf og starf 31. október 2024

Sparneytinn sjö manna jepplingur

Bændablaðið fékk til prufu Kia Sorento Plug-in Hybrid. Hér er á ferðinni stór sj...

Limrur og léttar hugleiðingar
Líf og starf 31. október 2024

Limrur og léttar hugleiðingar

Þorsteinn G. Þorsteinsson er höfundur nýrrar bókar, Limrur og léttar hugleiðinga...

Húllumhæ á áttræðisafmælinu
Líf og starf 30. október 2024

Húllumhæ á áttræðisafmælinu

Árið 1944 var Leikfélag Blönduóss formlega stofnað og starfaði nánast óslitið fr...

Heil vika til eflingar íslenskri sauðfjárrækt
Líf og starf 30. október 2024

Heil vika til eflingar íslenskri sauðfjárrækt

Þann 5. október síðastliðinn lauk ævintýralegri viku sem haldin var að frumkvæði...

Fjölmenningarhátíð í Aratungu
Líf og starf 29. október 2024

Fjölmenningarhátíð í Aratungu

Menning hinna ýmsu landa verða í forgrunni á fjölmenningarhátíð í Aratungu í Blá...