Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Clayton og Shuttleworth og Rauða stjarnan
Líf og starf 3. janúar 2017

Clayton og Shuttleworth og Rauða stjarnan

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vélaframleiðslufyrirtækið Clayton og Shuttleworth var stofnað árið 1841. Stofnendurnir voru erfingi bátasmiðju og eigandi málmbræðslu í Lincol-skíri í Bretlandi. Endalok fyrirtækisins voru sem Rauða stjarnan í Ungverjalandi.

Markmið fyrirtækisins í upphafi var að smíða gufuvélar og landbúnaðartæki.

Fyrstu gufu- og þreskivélar Clayton og Shuttleworth litu dagsins ljós 1849. Vélarnar reyndust vel og á skömmum tíma var fyrirtækið leiðandi á sínu sviði á Bretlandseyjum. Á fyrstu tveimur árum seldi fyrirtækið meira en 200 gufuvélar og 2400 á fyrsta áratugnum. Árið 1870 voru starfsmenn fyrirtækisins 1200 og árið 1890 hafði Clayton og Shuttleworth framleitt og selt 26.000 gufuvélar og 24.000 þreskivélar.

Útflutningur Clayton og Shuttleworth var einnig talsverður á þessum árum og fyrirtækið með útibú víða í mið- og austanverðri Evrópu og rak verksmiðju í Ungverjalandi. Auk þess sem talsvert var flutt af þeim til Rússlands.

Fyrsti traktorinn

Í byrjum annars áratugs síðustu alda hóf Clayton og Shuttleworth framleiðslu á dráttarvélum. Fyrsti traktorinn var settur á markað 1911 og var stór og þunglamaleg með fjögurra strokka olíuvél og sjö hestöfl. Dráttarvélin var yfirbyggð og á þremur járnhjólum. Fyrirtækið gekk vel og 1914 voru starfsmenn þess 2100.

Fjórum árum seinna, 1916, sendi fyrirtækið frá sér aðra fjögurra strokka dráttarvél sem gekk fyrir steinolíu. Sú vél var 40 hestöfl og í framleiðslu til 1929.

Um svipað leyti var einnig í framleiðslu hjá Clayton og Shuttleworth 100 hestafla beltatraktor.

Framleiðsla á flugvélum

Árið 1916 víkkaði Clayton og Shuttleworth út framleiðslu sína og hóf smíði á flugvélahlutun og snemma í heimsstyrjöldinni fyrri hóf það framleiðslu á flugvélum fyrir breska flugherinn. Næstu þrjú árin smíðaði fyrirtækið ríflega 500 flugvélar fyrir herinn. Fyrstu vélarnar voru þrívængjur sem kölluðust Sopwith Triplane og tvívængjan Sopwith Camel fylgdi í kjölfarið. Stærsta flugvélin frá Clayton og Shuttleworth var sprengjuflugvél sem bar heitið Handley Page 0/400.

Frægasta flugvélin sem Clayton og Shuttleworth framleiddi var af gerðinni Sopwith Camel en flugmaður einnar þeirra, Roy Brown, skaut niður Rauða baróninn.

Gjaldþrota í kreppunni

Kreppan á þriðja áratug tuttugustu aldar kom illa við mörg stöndug fyrirtæki og var Clayton og Shuttleworth eitt af þeim. Fyrirtækið var fjárvana og tók Marshall, Sons & Co. yfir rekstur þess í Bretlandi.

Rauða stjarnan

Verksmiðjan í Ungverjalandi var yfirtekin af vélaframleiðandanum Hofherr-Schrantz og úr varð  Hofherr-Schrantz-Clayton-Shuttleworth Hungarian Machine Factory. Meðan á hersetu Sovétríkjanna í Ungverjalandi stóð var verksmiðjan þjóðnýtt og fékk heitið Vörös Csillag Traktorgyár eða Dráttarvélaverksmiðjan Rauða stjarnan. Frá 1973 var Rauða stjarnan hluti af ungverska bifreiðaframleiðandanum Rába Járműipari Holding Nyrt, en það fyrirtæki var lagt niður árið 2010.

Skylt efni: Gamli traktorinn

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...