Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Dagatalsútgáfa til fjármögnunar á dráttarvél fyrir bæinn
Mynd / úr einkasafni
Líf og starf 20. desember 2018

Dagatalsútgáfa til fjármögnunar á dráttarvél fyrir bæinn

Höfundur: smh
Caroline Kerstin Mende er fædd í Þýskalandi, er verkfræðingur og grafískur hönnuður sem kom fyrst til Íslands 1989 og réði sig sem vinnukona á Húsatóftum á Skeiðum. Hún hefur verið Íslendingur í hjarta sínu síðan. Hún keypti eyðijörðina Hvammshlíð  í Skagabyggð í Austur-Húnavatnssýslu fyrir nokkrum árum og settist þar að og er nú þekkt sem Karólína í Hvammshlíð, en hún bjó áður í Skagafirði. Hún gaf nýverið út dagatal um lífið í Hvammshlíð til að safna fyrir dráttarvélakaupum. Annað upplag þess er nú uppselt.
 
Karólína hefur hægt og bítandi byggt upp bústofn sinn sem telur nú 50 kindur, fjögur hross og tvo hunda. Með umsvifameiri búrekstri – og eftir óvænt fráfall nágrannans – hefur þörfin á dráttarvél fyrir bæinn orðið brýn. 
 
Dagatalið er búfjárdagatal – með alþýðlegum fróðleik um sögu daganna. 
 
 
Kynnir íslensk búfjárkyn fyrir erlendum ferðamönnum
 
Karólína hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir bókaútgáfu þar sem hún kynnir íslensk búfjárkyn fyrir ensku- og þýskumælandi ferðamönnum og hvernig daglegt sveitalíf var í gamla daga á Íslandi. „Við fráfall besta nágrannans í heimi, Braga á Þverá, hvarf ekki bara góður og traustur vinur heldur núna vantaði allt í einu tæknilega aðstoð. Það þýddi að ég komst ekki lengur af án eigin dráttarvélar sem bjargar mér og skepnunum mínum,“ segir Karólína. 
 
„Hérna uppi í miklum snjó og vondum veðrum dugar ekkert nema framdrifsvél í góðu standi, með ámoksturstækjum og gaddakeðjum. Því datt mér í hug að gefa út dagatal á íslensku og þýsku til að fjármagna dráttarvélina.“
 
Daglegt líf og gamlir mánuðir
 
Að sögn Karólínu hafa viðtökur við dagatalinu verið framar vonum – bæði á Íslandi og í þýskumælandi löndum. „Ég gat því keypt Zetor 7245, árgerð 1990, svo ámoksturstæki, rúllugreip, skóflu og keðjur, auðvitað allt notað og í ódýrari kantinum. Ég á hins vegar eftir að fá reikninginn frá vélaverkstæðinu, þannig að ég vonast til að selja nokkur eintök í viðbót upp í hann. 
 
Dagatalið er í stóru broti – 42 sentimetra breitt – og sýnir á stórum ljósmyndum daglegt líf hér í Hvammshlíð. Þar fær fólk að kynnast vel þeim sem munu njóta góðs af dráttarvélinni. Almanakið býður ekki bara upp á allar algengar upplýsingar eins og „venjulegar“ vikutölur, tunglstöðu og auðvitað rauða daga. Það inniheldur líka gömlu mánuðina og merkisdaga –  ekki síst gömlu vikutölurnar sem koma oft fram í gömlum bókum og eru enn í dag notaðar af eldri kynslóðum.“
 
Hrærð og þakklát sveitungum sínum
 
„Á einni blaðsíðu eru líka myndir af Matthildi Hjálmarsdóttur á Hvammstanga og Sigurlaugu Ólafsdóttur frá Miklabæ. Þessar tvær vinkonur mínar hafa ásamt vini mínum, Sigursteini Bjarnasyni í Stafni, veitt mér sérstaklega mikla aðstoð í dagatala- og dráttarvélarmálinu. Auk þess er það hreint út sagt ótrúlegt hvað ég hef fengið góðar viðtökur úr öllum áttum, sérstaklega frá sveitungum mínum. Ég er hrærð og afar þakklát, það er alls ekki sjálfgefið að búa í samfélagi sem er svo jákvætt og uppbyggjandi. 
 
Það er það sem gildir og er í rauninni enn verðmætara en dráttarvélin sjálf,“ segir Karólína. 
 

6 myndir:

Skylt efni: íslensk búfjárkyn

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...