Drottningarfórn og mát með biskupi og riddara
Undirritaður stýrði svörtu mönnunum í skák á Íslandsmóti skákfélaga árið 2021.
Undirritaður var í frekar þröngri stöðu enda margir menn eftir á borðinu og þurfti nauðsynlega að bregðast við með einhverjum hætti. Í 32. leik sá ég færi á snyrtilegri drottningarfórn sem leiðir til máts í einum leik í kjölfarið og auðvitað lét ég vaða á það. Andstæðingur minn gáði ekki að sér og gekk beint í gildruna.
Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.
Umsjón: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is
Íslandsmót skákfélaga fer fram helgina 3.–6. október í Rimaskóla í Reykjavík. Þangað mæta skákfélög af öllu landinu til keppni og reikna má með um 400 keppendum á öllum aldri. Áhugafólki um skák er velkomið að fylgjast með.