Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Smámunasafnið hefur verið í Sólgarði frá árinu 2003 þegar Sverrir gaf Eyjafjarðarsveit safn sitt. Hönnuðir þess eru Finnur Arnar Arnarsson og Þórarinn Blöndal.
Smámunasafnið hefur verið í Sólgarði frá árinu 2003 þegar Sverrir gaf Eyjafjarðarsveit safn sitt. Hönnuðir þess eru Finnur Arnar Arnarsson og Þórarinn Blöndal.
Mynd / MÞÞ
Líf og starf 12. ágúst 2022

Einstakt safn á einstökum stað

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sigríður Rósa Sigurðardóttir, safnstýra Smámunasafnsins í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit, við styttu sem ber nafnið Sámur. Sverrir Hermannsson var fyrirmyndin. Hann safnaði smámunum í yfir 70 ár og eru nú uppistaða þeirra muna sem sýndir eru á safninu. Félagar í Geðlist gerðu styttuna.

Smámunasafnið er ekki minjasafn, ekki landbúnaðarsafn eða verkfærasafn, búsáhaldasafn, nagla- eða lyklasafn né heldur járnsmíðasafn, heldur allt þetta og meira til.

Svo segir Sigríður Rósa Sigurðardóttir, safnstýra á Smámuna- safni Sverris Hermannssonar í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit.

„Það sem mér finnst einstakt við Smámunasafnið er öll umhyggjan, væntumþykjan og natnin sem Sverrir sýndi hverjum einstökum hlut, hversu fallega hann bjó um munina, öll vinnan sem hann lagði í safnið sem hann vildi að yrði til sýnis fyrir komandi kynslóðir. Það sést svo vel á þessu safni að allir hlutir eiga sinn tilverurétt,“ segir Sigríður Rósa. Hún hefur starfað á safninu undanfarin 16 ár, þar af stýrt safninu frá árinu 2015. „Það eru forréttindi að vinna við eitthvað sem manni finnst skemmtilegt. Smámunasafnið er einstakt safn á heimsvísu.“

Smíðaverkfæri Sverris sjálfs skipa stóran sess á safninu, en á því er hægt að sjá þróunarsögu hinna ýmsu tóla og tækja. Sem dæmi eru þar heflar af öllum stærðum og gerðum, gamlir og nýir.

„Sverrir safnaði yfir þúsund hlutum á hverju ári, allt frá grammófónsnálum til heilu einkasafnanna af smíðaverkefnum,“ segir Sigríður Rósa.

Innrömmuð dúkkulísa.
Gaf Eyjafjarðarsveit safnið árið 2003

Sverrir gaf Eyjafjarðarsveit safn sitt árið 2003, með því skilyrði að undir það fengist rúmgott húsnæði. Það er að sögn Sigríðar vel staðsett í Sólgarði, en Sverrir var ungur að árum vinnumaður í Saurbæjarhreppi og gerði upp kirkjur þar. Áður hafði hann haldið sjálfur utan um safngripi sína heima hjá sér við Aðalstræti 38 á Akureyri. Hann var Innbæingur, fæddur árið 1928 og lést sumarið 2008. Hann var húsasmíðameistari að mennt og sérhæfði sig í að gera upp gömul hús. Fékk hann margvíslegar viðurkenningar fyrir ómetanleg störf sín á því sviði.

„Sverrir fór höndum um mörg elstu og sögufrægustu húsin á Akureyri og nágrenni og tók einnig þátt í endurgerð og viðhaldi nokkurra kirkna í Eyjafirði,“ segir Sigríður en þar má nefna Grundarkirkju, Grenivíkurkirkju og Möðruvallakirkju, en flestar risu þær á 19. öld.

Þetta nestisbox átti Sverrir og hafði með sér til vinnu árum saman.

„Safnarinn Sverrir var ekki síður við störf en húsasmíðameistarinn, vökult söfnunarauga hans hvikaði hvergi en hann varðveitti timbur og nagla ásamt öðrum hlutum úr þessum gömlu húsum sem annars hefðu lent á haugunum. Úr þessum gamla við og nöglum útbjó hann sýningargripi, sem jafnframt eru einstakir minjagripir.“ Sigríður segir hann hafa komið munum haganlega fyrir í sérsmíðuðum sýningarkössum eða á fjölum og úr varð einstakt augnayndi. „Frágangur hans var meira í ætt við myndlist, enda sjónarmið safnarans fagurfræðilegt, hann vildi hvergi hafa það sem hann sjálfur kallaði sjóngalla.“

Sigríður segir Smámunasafnið bera lönguninni til að varðveita gott vitni, þar megi finna sérstæða næmni til að sjá í hlutum það sem aðrir sjá ekki, viljann til að gefa hversdagslegum hlutum merkingu með því að setja þá í stærra samhengi.

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...