Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Eyþór Stefánsson tv. og Guðjón Sigurjónsson.
Eyþór Stefánsson tv. og Guðjón Sigurjónsson.
Líf og starf 5. júlí 2024

Eitruð útspil rústuðu geimum og slemmum

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Þú átt einn hund í spaða, tíuna þriðju í hjarta, ás, gosa fjórðu í tígli og ásinn fimmta í laufi.

Þú þarft að spila út í vörn gegn fjórum spöðum.

Þú situr í vestur og veist að suður á 10-12 punkta jafnskipt eftir opnun hans á veiku grandi. Norður yfirfærði í spaða og stökk svo í 3 grönd sem suður breytti í 4 spaða.

Hverju viltu spila út?

Rifjum aftur upp spilin þín: x-Txx, ÁGxx-Áxxxx

Spilið kom upp í Sumarbridge fyrir skemmstu í Síðumúlanum og þannig voru hendurnar:

Við sem sjáum allar hendur vitum að spaðinn liggur svo illa fyrir suðri að fjórir spaðar hljóta að fara niður þótt reyndar væru þeir gefnir á einu borði. Algeng niðurstaða var að sagnhafi fengi 8 slagi og vörnin fimm.

En við borð umsjónarmanns fékk sagnhafi bara 7 slagi í geiminu. Hvernig atvikaðist það?

Vestur, Guðjón Sigurjónsson, átti allan heiður af því. Hann var svo sannarlega á skotskónum þegar hann valdi leiftursnöggt að spila út undan laufásnum. Eftir það hlaut sagnhafi að gefa tvo slagi á tromp, tvo á tígul og tvo á lauf, því engum dettur í hug að rjúka upp með kónginn í fyrsta slag. Hreinn toppur fyrir Guðjón.

„Jú, sjáðu, ég vissi að ég þyrfti að reyna að þyrla upp ryki,“ sagði Guðjón og sér vart enn milli veggja í Síðumúlanum eftir bólstrana alla sem hann skildi eftir sig ...

Ég man aldrei eftir að hafa tekið upp ellefu spil í sömu sort í bridds. En svoleiðis skiptingarundur átti sér stað austur á landi í bikarkeppni BSÍ þar sem sveit Grant Thornton tókst á við austfirska sveit.

Eyþór Stefánsson, einn Austfirðinganna sem spiluðu bikarleikinn, sá andstæðing á undan sér opna á einu laufi og tók upp spilin. Kóng og gosa í spaða og kóng og gosa elleftu í tígli!

Hann ákvað að melda strax fimm tígla en fékk ekki að spila þá þar sem andstæðingur á undan honnum meldaði sex lauf. Þá hækkaði Eyþór í 6 tígla sem voru doblaðir og út kom lítill spaði.

Hönd makkers Eyþórs var ekkert slor og viðurkennir hann í samtali við umsjónarmann briddsdálksins að hann hafi heldur betur kæst þegar upp kom í blindum: ÁDx, KDxxxx, eyða og ÁDxx.

Fátt gat komið í veg fyrir 12 slagi nema einu tromp andstöðunnar væru á sömu hendi. Svo var ekki en samt stóð samningurinn ekki. Hvernig gat það gerst?

Spaðaútspilið var trompað með blankri tíguldrottningu!

Það var Gunnar Björn Helgason, sem var, líkt og Guðjón í spilinu á undan, alveg funheitur í útspilsputtanum enda sjá lesendur að slemman vinnst með öllum öðrum útspilum.

Skylt efni: bridds

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...