Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Endurvinnsla plasts bjargar ekki heiminum
Líf og starf 15. júlí 2022

Endurvinnsla plasts bjargar ekki heiminum

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Ein sýnilegasta sjálfbærnisviðleitni tískuyfirvalda nútímans er að endurvinna plast sem hreinsað er af ströndum eða úr hafinu.

Bæði strigaskór og sundföt tróna þar hæst sem endurunninn varningur, en nú segja sérfræðingar að þessi hugmynd sé ef til vill ekki sú skynsamlegasta.

Samkvæmt upplýsingum af vefsíðu Oceana, sem stofnað var árið 2001, stærstu alþjóðlegu hagsmunasamtökum sem einbeita sér eingöngu að verndun sjávar, kemur í ljós að yfirmenn þess telja þetta ekki sérstaka lausn.

Láta samtökin hafa eftir sér, að það sem þurfi til sé að minnka það plast sem enn er verið að framleiða í heiminum.

Það sé í raun varla hægt að anna því að endurvinna í sífellu plast úr sjónum þar sem hann fyllist jafnóðum og sé því ekki um útrýmingu plastvarnings að ræða.

Þetta sé vandamál sem fólk geri sér ekki endilega grein fyrir og forsvarsmenn tískunnar ekki heldur þó þeir vilji sýna fram á sjálfbærni í framleiðslu sinni.

Dropi í hafið

Benda samtökin meðal annars á Gap, Adidas og Prada, sem loka augunum fyrir þessum niðurstöðum, en m.a. framleiðir Prada – og reyndar fjöldi sundfatamerkja – sundföt úr næloni sem búið er til úr fiskinetum sem fargað hefur verið í sjóinn og Adidas bæði sundföt og strigaskó úr endurunnum plastúrgangi.

Í tilefni af alþjóðlegum degi hafsins í byrjun júnímánaðar, kynntu þessi vörumerki og önnur, vörur úr plastúrgangi og tóku þátt í herferðum sem lögðu áherslu á heilsu hafsins – Adidas, til dæmis, stóð fyrir hreinsun á ströndum, Prada studdi stafræna væðingu Milazzo Sea Museum og Gap setti á markað línu af kreditkortum úr endurunnu plasti.

Er fyrirtækin þrjú hér að ofanverðu voru innt eftir hvort raunveruleg framtíðarstefna þeirra væri að halda áfram óbreyttu ferli, sagði talsmaður Adidas, skv. fréttamiðlum Vouge Business, ... „að nota endurunninn plastúrgang er bara einn mikilvægra þátta er kemur að heildarstefnu okkar um sjálfbærni“. Í samstarfi við fyrirtækið Parley for the Oceans, sem sérhæfir sig í úrvinnslu mengunar af völdum plasts, stendur Adidas fyrir söfnun plastúrgangs af ströndum og strandsamfélögum áður en það berst til hafsins og umbreytir því í íþróttafatnað. Einnig stendur það fyrir árlegum viðburði, Run for the Oceans, sem miðar að því að miðla fræðslu auk þess að hreinsa plast og annan úrgang frá ströndum og sjávarbyggðum.

Prada sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að 20% aukning á milli ára (2020-21) hefði átt sér stað við endurvinnslu plasts. Að fata- og leðurvörudeildir fyrirtækisins hafi farið eftir áætlun um að breyta ónýtu plasti í endurunnið eða „endurmyndað“ plast í hluta varnings þeirra og pakkninga og að því hafi, innan veggja Prada, árið 2021 plast með endurunnu innihaldi náð 61 prósenti af alls 500 tonnum – frá 49 prósentum árið 2020.

Gap, sem notar einnig endurunnið plast í sundföt og aðrar vörur, svaraði ekki beiðnum um athugasemdir.

Raunverulegur ávinningur?

Viðleitni stóru tískufyrirtækjanna sem slíka má þó meta, enda vaxandi þrýstingur almennings á framleiðendur að bæta umhverfisfótspor sín og uppfylla sett markmið þegar kemur að sjálfbærum efnum sem þá draga úr sóun og kolefnisfótsporum.

Með þetta í huga hafa því mörg vörumerki snúið sér að endurunnu plasti, enda endurunnið plast og öll viðleitni sem dregur úr eða fjarlægir plast úr sjónum yfir höfuð talin jákvæð ákvörðun.

Gallinn er þó sá að of oft er endurvinnsla framkvæmd samhliða aukinni heildarplastnotkun, en þar fellur möguleikinn fyrir endurunnið plast, að skila raunverulegum umhverfisávinningi.

Valkostir sem eru ekki plast

Áhugavert er að, þegar litið er til smærri fyrirtækja í fataiðnaðinum, má sjá að þau feta frekar þann veg að nota alls ekkert plast annað en það sem endurunnið er. Kjósa m.a. frekar að hafa umbúðir og annað plastlaust.

Sundfatamerkið Seamorgens (www.seamorgens.com fyrir áhugasama) er dæmi um slíkt, en í því fyrirtæki sést ekki annað plast en plastúrgangurinn sem notaður er í efni sundfatanna. Ekkert plast er notað í pakkningar og þannig fá viðskiptavinir sundföt sín afhent. Eigendurnir, systurnar Angela og Michelle Morgan, taka undir með hafverndunarsinnum. „Þú getur ekki kallað þig sjálfbært fyrirtæki bara vegna þess að þú notar einfaldlega endurunnið plast í vöruna þína. Allt fyrirtækið verður að fylgja þeim siðareglum og gæta þess að plast sé ekki notað innan veggja þess.“

Annað merki, Masarà (www. masaramilano.com), hefur það markmið að ekkert plast skuli vera í notkun í fyrirtækinu enda telja eigendur að í mörgum tilfellum sé hægt að finna valkosti sem þjóna sama tilgangi og plast. Þeir kostir séu að jafnaði aðeins dýrari en það verður að hafa í huga að þau eru betri valkostur fyrir umhverfið og því rétt að hafa það í huga.

Varast þarf ranga markaðssetningu

Fyrir sjávarsérfræðinga kemur niðurstaðan svo einmitt niður á því hvort vörumerki séu að útrýma heildarnotkun sinni á plasti eða ekki – og hvernig þau miðla notkun sinni á endurunnu plasti og sjálfbærni þess til neytenda. Því meira sem þeir markaðssetja það sem leið til að bjarga umhverfi sjávar, þeim mun meiri efasemdir hafa vísindamenn.

„Endurvinnsla er almennt góð, en það er rangt að gefa fólki þá tilfinningu að endurvinnsla sé nóg. Oft held ég að það sé það sem fyrirtæki gera,“ segir Maddalena Bearzi, forseti og meðstofnandi Ocean Conservation Society. „Skilaboðin sem þeir ættu að kynna eru: Dragðu úr neyslu þinni eða notaðu ekki plast í fyrsta lagi. Þegar þeir henda þessum fötum sem eru úr endurunnu plasti lenda þeir samt í sjónum.“

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...