Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hátt í 100 manns frá bændahreyfingum Norðurlandanna sóttu fundinn.
Hátt í 100 manns frá bændahreyfingum Norðurlandanna sóttu fundinn.
Líf og starf 19. september 2022

Fæðuöryggi er raunveruleg alþjóðleg áskorun

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Dagana 17.-19. ágúst síðastliðinn héldu Samtök norrænna bændasamtaka, NBC, vinnufund í Seinӓjoki í Finnlandi.

Finnski landbúnaðarráðherrann, Antti Kurvinen gaf skýr skilaboð um við hvaða starfsskilyrði bændur þurfa að búa svo landbúnaður geti verið áhugaverð atvinnugrein fyrir sem flesta.

Fundurinn, sem var vel sóttur, vakti athygli fjölmiðla í Finnlandi. Formenn finnsku og dönsku Bændasamtakanna héldu erindi, farið var yfir alþjóðamál í landbúnaði, ungir bændur á Norðurlöndunum fóru yfir sína starfsemi og finnski landbúnaðarráðherrann, Antti Kurvinen, ávarpaði fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Óhætt er að segja að fæðuöryggi hafi verið fyrirlesurum og fundar- gestum hugleikið.

Venju samkvæmt sendu Samtök norrænna bændasamtaka, NBC, frá sér yfirlýsingu í kjölfar fundarins, sem send var til Norrænu ráðherranefndarinnar sem innlegg í þau áhersluatriði sem hafa þarf í huga til þess að norrænn landbúnaður geti blómstrað enn frekar og verið áhugaverður starfsvettvangur fyrir alla.

Vilja virkja græna umbreytingu

Eftirfarandi er yfirlýsing frá NBC sem send var til Norrænu ráðherranefndarinnar:

Virk græn umskipti krefjast aukins efnahagslegs stöðugleika. Norrænir bændur vilja virkja græna umbreytingu landbúnaðar- og matvælaframleiðslu. Þróa þarf framleiðslu í sjálfbærari og loftslagshagkvæmari átt. Mikill nýsköpunarkraftur er í norrænum landbúnaði sem mun í komandi framtíð þróa hagkvæmari lausnir þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda.

Það er að ýmsu að huga og mikilvægt að lágmarka neikvæð áhrif sem snúa að landbúnaði sem verða óhjákvæmilega vegna alþjóðlegra breytinga og efnahagslegrar óvissu í heiminum. Undanfarin ár hefur heimurinn að mörgu leyti orðið óstöðugri, bæði efnahagslega og pólitískt. Covid-19 hefur breytt neyslumynstri og skapað vandamál fyrir aðfangakeðjur allra vörutegunda.

Stríðið í Úkraínu hefur enn aukið á óvissu hvað varðar öryggisstefnu, vegna hækkandi verðs á orku, áburði, fóðri og matarolíu og vegna verulegra breytinga á viðskiptaflæði.

Skortur hefur verið á ákveðnu undirstöðuhráefni og vörum, sem hefur skapað miklar verðhækkanir og vandamál, sérstaklega fyrir fátækari innflutningslönd matvæla. Fæðuöryggi er raunveruleg alþjóðleg áskorun. Almennt séð hefur landbúnaðargeirinn á Norðurlöndunum verið hæfur og duglegur við að takast á við ástandið. Framleiðsla og útflutningur hefur haldist í réttum skorðum en það hefur kallað á endurskipulagningu framleiðslunnar og leitt til mikilla verðsveiflna, fjártjóns og skertrar arðsemi. Eins og er eru margir markaðir í ójafnvægi og þörf er á að viðhalda markaðssamskiptum og skapa ný markaðstækifæri, jafnt innanlands sem og á alþjóðavettvangi.

Norrænir bændur þurfa efnahagslegt/pólitískt rými sem skapar arðsemi og áframhaldandi uppbyggingu í landbúnaði. Án bætts efnahagslegs stöðugleika verður flókið að gera nauðsynlegar fjárfestingar sem snúa að aukinni sjálfbærni og minni loftslagsáhrifum. Það er lykilatriði að pólitískt séð sé bæði skilningur á því ótrúlega og flókna alþjóðlega ástandi sem hefur áhrif á landbúnað og virðingu fyrir því að tryggja þurfi nægilega matvælaframleiðslu fyrir jarðarbúa.

Á Norðurlöndunum getum við skilað hollum og sjálfbærum vörum með minni loftslagsáhrifum en áður, auknum líffræðilegum fjölbreytileika og betri dýravelferð en tryggja um leið framtíðararðsemi og samkeppnishæfni landbúnaðar. Við þetta bætist mikilvægi áframhaldandi áherslu á nýsköpun og innleiðingu nýrrar þekkingar í gegnum ráðgjafakerfi landanna. Norrænu bændurnir geta staðið við framtíðarkröfur sem snúa að loftslagsmálefnum og sjálfbærni en forsenda þess er arðsemi og stöðugur fjárhagsrammi.

Forseti NBC, Søren Søndergaard, segir: „Norrænir bændur hafa mikinn metnað í að tryggja framleiðslu og halda áfram grænum umskiptum og innleiða fleiri loftslagsaðgerðir í sinni vinnu.

Við munum nýta sterka tengingu í virðiskeðjum matvælaframleiðslu. Samstarfið myndar sterkan grunn fyrir nýsköpun og fjárfestingar í sjálfbærri framtíðarþróun og til að tryggja hagræðingu í framleiðslu og sölu.“

Skylt efni: fæðuöryggi

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...