Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Lín með fræbelgjum.
Lín með fræbelgjum.
Mynd / Marjatta Ísberg
Líf og starf 26. október 2022

Fermetri af hör

Höfundur: Vilmundur Hansen

Einn fermetri af hör er sænskt verkefni sem hófst árið 2020 og hefur verið að vinda upp á sig.

Marjatta Ísberg miðaldafræðingur með hörknippi sem hún uppskar í Fossvogsdal í Reykjavík.

Í dag tekur fjöldi norrænna heimilisiðnaðar­ og búnaðarfélaga þátt í verkefninu auk félaga frá Eistlandi. Heimilisiðnaðarfélagið er fulltrúi verkefnisins hér á landi.

Verkefnið snýst um að kynna hör fyrir almenningi og fá fólk til að rækta að minnsta kosti einn fermetra af hör í garðinum, í kassa, á svölunum eða úti í sveit. Verkefnið er upprunnið í Svíþjóð og tilgangurinn með því að kynna fyrir fólki gömul vinnubrögð við línrækt og ­vinnslu og að auka virðingu fyrir línafurðunum. Að sögn Marjöttu Ísberg, miðaldafræðings og áhugakonu um hör, tóku um sextíu manns þátt í verkefninu í ár og sáðu og uppskáru hör.

Uppskeran víða umfram væntingar

„Við fengum fræ frá Svíþjóð og uppskeran var víða umfram væntingar nema fyrir norðan vegna þess að sumarið þar var of kalt.

Bestur var árangurinn í Mosfellsdal en ég var með blett í Fossvogsdal, þar sem áður voru skólagarðar, og náðu plönturnar þar um 120 sentímetra hæð, sem telst mjög gott.“ Marjatta segir að núna hafi allir þátttakendur tekið upp sitt lín og sé með það í þurrkun og velta fyrir sér hvar og hvernig verði hægt að feygja og þurrka það. „Sjálf hef ég notað tímann til að skoða gömul verkfæri og er búin að smíða línbrák og ætla að byrja á línkambi í vikunni.“

Línbrák til hörvinnslu.
Fræ og stuðningur

Stefnt er að því að halda verkefninu áfram næsta sumar. Færri komust að en vildu í vor og því um að gera fyrir áhugasama að skrá sig á netfanginu hfi@heimilisidnadur.is. Þátttakendur fá fræ, ráðgjöf og stuðning frá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands.

Marjatta segist vonast til að næsta haust verði hægt að uppskera hör víðs vegar um landið, feygja og spinna þráð og að á heimasíðunni Fermetri af hör verði skiptst á ráðleggingum og myndum.

Skylt efni: hör

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...