Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lín með fræbelgjum.
Lín með fræbelgjum.
Mynd / Marjatta Ísberg
Líf og starf 26. október 2022

Fermetri af hör

Höfundur: Vilmundur Hansen

Einn fermetri af hör er sænskt verkefni sem hófst árið 2020 og hefur verið að vinda upp á sig.

Marjatta Ísberg miðaldafræðingur með hörknippi sem hún uppskar í Fossvogsdal í Reykjavík.

Í dag tekur fjöldi norrænna heimilisiðnaðar­ og búnaðarfélaga þátt í verkefninu auk félaga frá Eistlandi. Heimilisiðnaðarfélagið er fulltrúi verkefnisins hér á landi.

Verkefnið snýst um að kynna hör fyrir almenningi og fá fólk til að rækta að minnsta kosti einn fermetra af hör í garðinum, í kassa, á svölunum eða úti í sveit. Verkefnið er upprunnið í Svíþjóð og tilgangurinn með því að kynna fyrir fólki gömul vinnubrögð við línrækt og ­vinnslu og að auka virðingu fyrir línafurðunum. Að sögn Marjöttu Ísberg, miðaldafræðings og áhugakonu um hör, tóku um sextíu manns þátt í verkefninu í ár og sáðu og uppskáru hör.

Uppskeran víða umfram væntingar

„Við fengum fræ frá Svíþjóð og uppskeran var víða umfram væntingar nema fyrir norðan vegna þess að sumarið þar var of kalt.

Bestur var árangurinn í Mosfellsdal en ég var með blett í Fossvogsdal, þar sem áður voru skólagarðar, og náðu plönturnar þar um 120 sentímetra hæð, sem telst mjög gott.“ Marjatta segir að núna hafi allir þátttakendur tekið upp sitt lín og sé með það í þurrkun og velta fyrir sér hvar og hvernig verði hægt að feygja og þurrka það. „Sjálf hef ég notað tímann til að skoða gömul verkfæri og er búin að smíða línbrák og ætla að byrja á línkambi í vikunni.“

Línbrák til hörvinnslu.
Fræ og stuðningur

Stefnt er að því að halda verkefninu áfram næsta sumar. Færri komust að en vildu í vor og því um að gera fyrir áhugasama að skrá sig á netfanginu hfi@heimilisidnadur.is. Þátttakendur fá fræ, ráðgjöf og stuðning frá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands.

Marjatta segist vonast til að næsta haust verði hægt að uppskera hör víðs vegar um landið, feygja og spinna þráð og að á heimasíðunni Fermetri af hör verði skiptst á ráðleggingum og myndum.

Skylt efni: hör

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...