Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fimmtíu og fjórir brautskráðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Líf og starf 14. júní 2019

Fimmtíu og fjórir brautskráðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Brautskráning kandídata og búfræðinga frá Landbúnaðar­háskóla Íslands á Hvanneyri fór fram 1. júní síðastliðinn í blíðskaparveðri í Hjálmakletti í Borgarnesi. Brautskráðir voru 51 kandídat að þessu sinni en áður höfðu 3 brautskráðst úr garðyrkjudeildum Landbúnaðar­háskólans á Reykjum, svo alls útskrifuðust 54 nemendur.

Snorri Baldursson, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar, setti samkomuna og bauð í pontu Ragnheiði I. Þórarinsdóttur rektor. Rektor fór yfir árið og það sem er fram undan hjá skólanum og nýja stefnu skólans til framtíðar. Hún óskaði kandídötum og búfræðingum heilla með áfangann og veitti þeim góð ráð út í framtíðina.

 

Geirlaug Þorvaldsdóttir, fulltrúi stofnenda Framfarasjóðs Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar, afhenti styrk til Karenar Bjargar Gestsdóttur en hún stefnir á MS nám í búvísindum Landbúnaðarháskóla Íslands.

Milli brautskráninga voru tónlist­­aratriði frá Ragnheiði Huldu Jónsdóttur og Steinþórs Loga Arnarsonar, sem útskrifuðust bæði úr búfræði þennan dag, og kór Neskirkju tók lagið undir lok athafnar en þar er meðlimur Hermann G. Gunnlaugsson, nýmeist­ari í skipulagsfræðum. Veitt voru brautskráningaskírteini, gjafir og verðlaun ásamt úthlutun úr styrkjasjóðum.

Brautskráning

Ólöf Ósk Guðmundsdóttir náms­brautar­stjóri tók við og brautskráði 25 nemendur úr búfræði. Verðlaun fyrir góðan árangur í námi voru veitt eftirfarandi nemendum:

Fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt með einkunnina: 9,6. Elíza Lífdís Óskarsdóttir.
Góður árangur í nautgriparækt með einkunnina: 9,3. Elíza Lífdís Óskarsdóttir.
Góður árangur í bútæknigreinum, einkunnina: 9,1. Ármann Pétursson. Góður árangur í hagfræðigreinum, (allar greinar) einkunn: 9,81. Elíza Lífdís Óskarsdóttir. Góður árangur í námsdvöl, Gabríela María Reginsdóttir.

Landbúnaðarháskóli Íslands veitti viðurkenningu fyrir bestan árangur fyrir lokaverkefni, og hlutu tveir nemendur þau með einkunnina 9,6, þær Eydís Anna Kristófersdóttir og Gabríela María Reginsdóttir.
Með bestan árangur á búfræði­prófi með einkunnina 9,33 var Elíza Lífdís Óskarsdóttir.

Birna Kristín Baldursdóttir, brautarstjóri búvísindabrautar, brautskráði 13 nemendur. Ingunn Sandra Arnþórsdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur á B.S. prófi.

Ragnhildur Helga Jónsdóttir, brautarstjóri náttúru- og umhverfis­fræðibrautar og Bjarni Diðrik Sigurðsson, brautarstjóri skógfræði­brautar, brautskráði fjóra nemendur. Viðurkenningu fyrir góðan árangur á B.S. prófi í náttúru- og umhverfisfræði hlaut Eyrún Gyða Gunnlaugsdóttir og fyrir góðan árangur á B.S. prófi í skógfræði hlaut Þórhildur Ísberg verðlaun.

Af umhverfisskipulagsbraut brautskráði Helena Guttormsdóttir brautarstjóri sex nemendur.
Þóra Margrét Júlíusdóttir hlaut verðlaun frá Skipulags­fræðingafélagi Íslands fyrir góðan árangur í skipulagsfögum með einkunnina 9,23. Hún hlaut einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur á B.S. prófi á umhverfisskipulagsbraut.

Landbúnaðarháskólinn veitti viðurkenningu fyrir góðan árangur á  B.S. prófi. Fyrir frábæran árangur fyrir lokaverkefni á B.S. prófi með einkunnina 9,5 hlaut Þorbjörg Helga Sigurðardóttir og fyrir góðan árangur á B.S. prófi með einkunnina 8,96 hlaut Þóra Margrét Júlíusdóttir.

Bjarni Diðrik Sigurðsson og Sigríður Kristjánsdóttir brautskráðu fimm nemendur og fékk Helga Stefánsdóttir viðurkenningu fyrir M.S. próf í skipulagsfræðum.

Fyrir góðan árangur í rannsóknamiðuðu M.S. prófi við Landbúnaðarháskóla Íslands hlaut Naomi D. Bos með einkunnina 9,32.

Styrkveitingar

Geirlaug Þorvaldsdóttir, fulltrúi stofnenda Framfarasjóðs Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar, afhenti styrk til Karenar Bjargar Gestsdóttur en hún stefnir á M.S. nám í búvísindum Landbúnaðarháskóla Íslands.

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor veitti styrk úr Blikastaðasjóði til Katrínar Björnsdóttur til að hefja doktorsnám við Landbúnaðar­háskóla Íslands. 

„... Heimsins þagna harmakvein ...“
Líf og starf 7. janúar 2025

„... Heimsins þagna harmakvein ...“

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Jóhannesi úr Kötlum.

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?