Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fimmtíu og fjórir brautskráðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Líf og starf 14. júní 2019

Fimmtíu og fjórir brautskráðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Brautskráning kandídata og búfræðinga frá Landbúnaðar­háskóla Íslands á Hvanneyri fór fram 1. júní síðastliðinn í blíðskaparveðri í Hjálmakletti í Borgarnesi. Brautskráðir voru 51 kandídat að þessu sinni en áður höfðu 3 brautskráðst úr garðyrkjudeildum Landbúnaðar­háskólans á Reykjum, svo alls útskrifuðust 54 nemendur.

Snorri Baldursson, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar, setti samkomuna og bauð í pontu Ragnheiði I. Þórarinsdóttur rektor. Rektor fór yfir árið og það sem er fram undan hjá skólanum og nýja stefnu skólans til framtíðar. Hún óskaði kandídötum og búfræðingum heilla með áfangann og veitti þeim góð ráð út í framtíðina.

 

Geirlaug Þorvaldsdóttir, fulltrúi stofnenda Framfarasjóðs Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar, afhenti styrk til Karenar Bjargar Gestsdóttur en hún stefnir á MS nám í búvísindum Landbúnaðarháskóla Íslands.

Milli brautskráninga voru tónlist­­aratriði frá Ragnheiði Huldu Jónsdóttur og Steinþórs Loga Arnarsonar, sem útskrifuðust bæði úr búfræði þennan dag, og kór Neskirkju tók lagið undir lok athafnar en þar er meðlimur Hermann G. Gunnlaugsson, nýmeist­ari í skipulagsfræðum. Veitt voru brautskráningaskírteini, gjafir og verðlaun ásamt úthlutun úr styrkjasjóðum.

Brautskráning

Ólöf Ósk Guðmundsdóttir náms­brautar­stjóri tók við og brautskráði 25 nemendur úr búfræði. Verðlaun fyrir góðan árangur í námi voru veitt eftirfarandi nemendum:

Fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt með einkunnina: 9,6. Elíza Lífdís Óskarsdóttir.
Góður árangur í nautgriparækt með einkunnina: 9,3. Elíza Lífdís Óskarsdóttir.
Góður árangur í bútæknigreinum, einkunnina: 9,1. Ármann Pétursson. Góður árangur í hagfræðigreinum, (allar greinar) einkunn: 9,81. Elíza Lífdís Óskarsdóttir. Góður árangur í námsdvöl, Gabríela María Reginsdóttir.

Landbúnaðarháskóli Íslands veitti viðurkenningu fyrir bestan árangur fyrir lokaverkefni, og hlutu tveir nemendur þau með einkunnina 9,6, þær Eydís Anna Kristófersdóttir og Gabríela María Reginsdóttir.
Með bestan árangur á búfræði­prófi með einkunnina 9,33 var Elíza Lífdís Óskarsdóttir.

Birna Kristín Baldursdóttir, brautarstjóri búvísindabrautar, brautskráði 13 nemendur. Ingunn Sandra Arnþórsdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur á B.S. prófi.

Ragnhildur Helga Jónsdóttir, brautarstjóri náttúru- og umhverfis­fræðibrautar og Bjarni Diðrik Sigurðsson, brautarstjóri skógfræði­brautar, brautskráði fjóra nemendur. Viðurkenningu fyrir góðan árangur á B.S. prófi í náttúru- og umhverfisfræði hlaut Eyrún Gyða Gunnlaugsdóttir og fyrir góðan árangur á B.S. prófi í skógfræði hlaut Þórhildur Ísberg verðlaun.

Af umhverfisskipulagsbraut brautskráði Helena Guttormsdóttir brautarstjóri sex nemendur.
Þóra Margrét Júlíusdóttir hlaut verðlaun frá Skipulags­fræðingafélagi Íslands fyrir góðan árangur í skipulagsfögum með einkunnina 9,23. Hún hlaut einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur á B.S. prófi á umhverfisskipulagsbraut.

Landbúnaðarháskólinn veitti viðurkenningu fyrir góðan árangur á  B.S. prófi. Fyrir frábæran árangur fyrir lokaverkefni á B.S. prófi með einkunnina 9,5 hlaut Þorbjörg Helga Sigurðardóttir og fyrir góðan árangur á B.S. prófi með einkunnina 8,96 hlaut Þóra Margrét Júlíusdóttir.

Bjarni Diðrik Sigurðsson og Sigríður Kristjánsdóttir brautskráðu fimm nemendur og fékk Helga Stefánsdóttir viðurkenningu fyrir M.S. próf í skipulagsfræðum.

Fyrir góðan árangur í rannsóknamiðuðu M.S. prófi við Landbúnaðarháskóla Íslands hlaut Naomi D. Bos með einkunnina 9,32.

Styrkveitingar

Geirlaug Þorvaldsdóttir, fulltrúi stofnenda Framfarasjóðs Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar, afhenti styrk til Karenar Bjargar Gestsdóttur en hún stefnir á M.S. nám í búvísindum Landbúnaðarháskóla Íslands.

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor veitti styrk úr Blikastaðasjóði til Katrínar Björnsdóttur til að hefja doktorsnám við Landbúnaðar­háskóla Íslands. 

Réttalistinn 2024
Líf og starf 29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 29. ágúst 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins að líta dagsins ljós og með það til hliðsjónar ...

Álka
Líf og starf 28. ágúst 2024

Álka

Álka er miðlungsstór svartfugl sem líkt og aðrir svartfuglar lifir alfarið á sjó...

Menntskælingar læra bridds
Líf og starf 28. ágúst 2024

Menntskælingar læra bridds

Mikil uppsveifla varð í skólabridds í fyrravetur þegar iðkendum íþróttarinnar fj...

Ævintýralegar hestaferðir fjallagarps
Líf og starf 27. ágúst 2024

Ævintýralegar hestaferðir fjallagarps

Fjöllin, dalirnir, vötnin, fossarnir, sandarnir, jöklarnir og gljúfrin eru Ólafi...

Rauða skrímslið í Borgarfirðinum
Líf og starf 27. ágúst 2024

Rauða skrímslið í Borgarfirðinum

Þessa dagana eru briddsarar á ferð og flugi landshorna á milli í Bikarkeppni Bri...

Líforkuver á Dysnesi við Eyjafjörð
Líf og starf 26. ágúst 2024

Líforkuver á Dysnesi við Eyjafjörð

Það er ástæða til að fagna því að skriður sé kominn á innviðauppbyggingu förguna...

Liggur þú í glimmerpækli?
Líf og starf 26. ágúst 2024

Liggur þú í glimmerpækli?

Eftir drunga sumarsins dreymir sjálfsagt marga um örlítið glitur vonar. Það má a...