Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fjárhúsþak í regnbogalitum
Mynd / MHH
Líf og starf 19. október 2022

Fjárhúsþak í regnbogalitum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ökumenn sem keyra um Strandir og fara fram hjá bænum Broddanesi við Kollafjörð, stoppa gjarnan og mynda þakið á fjárhúsinu.

Ástæðan er sú að fjárhúsþakið hefur verið málað í regnbogalitum og vekur þannig verðskuldaða athygli. „Þetta vakti strax mikla athygli en mismikla hrifningu. Ég held að nágrönnunum hafi fundist þetta skrítið uppátæki en vona að allir séu sáttir við þetta í dag. Ferðamenn eru hins vegar mjög hrifnir og stoppa og taka myndir,“ segir Ingunn Einarsdóttir, sem ólst upp á bænum og þekkir vel til þaksins.

„Þegar nýtt þak var sett á fjárhúsin sumarið 2020 vildi bróðir minn, Eysteinn Einarsson, endilega mála það. Hugmyndin að litnum kom frá dóttur hans, Ástríði Emblu, sem þá var tíu ára. Eysteinn, börn og tengdabarn máluðu það svo sumarið 2021,“ bætir Ingunn við, alsæl með þakið eins og öll fjölskyldan.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...