Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kristín Stefánsdóttir á Hurðarbaki lét af starfi meðhjálpara í Villingaholtskirkju eftir 30 ára starf. Hún er hér á milli þeirra Sólveigar Þórðardóttur, formanns sóknarnefndar, og Ninnu Sifjar Svavarsdóttur prests, sem þjónaði í messunni.
Kristín Stefánsdóttir á Hurðarbaki lét af starfi meðhjálpara í Villingaholtskirkju eftir 30 ára starf. Hún er hér á milli þeirra Sólveigar Þórðardóttur, formanns sóknarnefndar, og Ninnu Sifjar Svavarsdóttur prests, sem þjónaði í messunni.
Mynd / MHH
Líf og starf 27. október 2017

Fjölmenn þjóðbúningamessa í Villingaholtskirkju

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kirkjugestir skörtuðu sínum fínasta klæðnaði þegar þeir mættu til þjóðbúningamessu í Villingaholtskirkju í Flóa sunnudaginn 8. október.
 
Konurnar í sínum búningum og karlarnir í sínum. Þetta er í annað skipti sem boðað er til þjóðbúningamessu að frumkvæði sóknarnefndar. Eftir messuna var boðið til messukaffi í félagsheimilinu Þjórsárveri (Pálínuboð) þar sem gestir komu með veitingar á hlaðborðið en sóknarnefndin sá um kaffi og aðra drykki.
 
Þrjár konur komu í faldbúningum frá 17. og 18. öld til messunnar sem þær saumuðu sjálfar á sig, glæsilega gert. Þetta eru, frá vinstri, Elín Jóna Traustadóttir, Tungufelli og þær Eyrún Olsen Jensdóttir og Brynja Þórarinsdóttir, sem báðar búa á Selfossi. Þær saumuðu allar faldbúningana sína hjá Annríki í Hafnarfirði sem Ásmundur, sonur Aðalheiðar í Ferjunesi í Flóa og Guðrún Hildur Rosenkjær, kona hans, reka. Ásmundur smíðar skartið en Guðrún Hildur stjórnar saumunum.
 
Laufey Guðmundsdóttir, 97 ára frá Egilsstaðakoti í Flóa, mætti að sjálfsögðu í þjóðbúningamessuna í sínum fallega þjóðbúning.

Skylt efni: þjóðbúningar

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...