Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kristín Stefánsdóttir á Hurðarbaki lét af starfi meðhjálpara í Villingaholtskirkju eftir 30 ára starf. Hún er hér á milli þeirra Sólveigar Þórðardóttur, formanns sóknarnefndar, og Ninnu Sifjar Svavarsdóttur prests, sem þjónaði í messunni.
Kristín Stefánsdóttir á Hurðarbaki lét af starfi meðhjálpara í Villingaholtskirkju eftir 30 ára starf. Hún er hér á milli þeirra Sólveigar Þórðardóttur, formanns sóknarnefndar, og Ninnu Sifjar Svavarsdóttur prests, sem þjónaði í messunni.
Mynd / MHH
Líf og starf 27. október 2017

Fjölmenn þjóðbúningamessa í Villingaholtskirkju

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kirkjugestir skörtuðu sínum fínasta klæðnaði þegar þeir mættu til þjóðbúningamessu í Villingaholtskirkju í Flóa sunnudaginn 8. október.
 
Konurnar í sínum búningum og karlarnir í sínum. Þetta er í annað skipti sem boðað er til þjóðbúningamessu að frumkvæði sóknarnefndar. Eftir messuna var boðið til messukaffi í félagsheimilinu Þjórsárveri (Pálínuboð) þar sem gestir komu með veitingar á hlaðborðið en sóknarnefndin sá um kaffi og aðra drykki.
 
Þrjár konur komu í faldbúningum frá 17. og 18. öld til messunnar sem þær saumuðu sjálfar á sig, glæsilega gert. Þetta eru, frá vinstri, Elín Jóna Traustadóttir, Tungufelli og þær Eyrún Olsen Jensdóttir og Brynja Þórarinsdóttir, sem báðar búa á Selfossi. Þær saumuðu allar faldbúningana sína hjá Annríki í Hafnarfirði sem Ásmundur, sonur Aðalheiðar í Ferjunesi í Flóa og Guðrún Hildur Rosenkjær, kona hans, reka. Ásmundur smíðar skartið en Guðrún Hildur stjórnar saumunum.
 
Laufey Guðmundsdóttir, 97 ára frá Egilsstaðakoti í Flóa, mætti að sjálfsögðu í þjóðbúningamessuna í sínum fallega þjóðbúning.

Skylt efni: þjóðbúningar

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...