Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fljúgandi forystulömb í Borgarbyggð
Líf og starf 18. maí 2020

Fljúgandi forystulömb í Borgarbyggð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sigríður Ævarsdóttir á bænum Gufuá í Borgarbyggð náði nýlega þessum flottu myndum af „fljúgandi“ forystulömbum á bænum enda mikill leikur í lömbum á þessum árstíma. 
 
Sigríður, ásamt Benedikt Líndal og yngsta barni þeirra, Sigurjón Líndal Benediktsson, fluttu í sveitina fyrir einu og hálfu ári en  jörðin hafði þá verið í eyði frá því 1964. 
 
„Við erum að byggja upp á bænum og búum með íslensku húsdýrin, ferðaþjónustu, skógrækt og fleira. Við erum með nokkrar forystukindur + hrúta, geithafra og hross og þjónustu í kringum hestamennsku, svo sem reiðkennslu, kennsluefnisgerð og reiðtygjasölu. Í sumar er svo að hefjast hjá okkur ný tegund ferðamennsku sem eru stuttar heimsóknir fólks á bæinn okkar til að skoða, upplifa og heyra sögu forystukindanna, taka göngutúr með tamda geithafra eða fara í náttúrugöngu um landareignina undir leiðsögn.  Tilvalið fyrir fólk sem er á ferðinni og langar að fá smá fjárhúsalykt í nefið og prófa öðruvísi afþreyingu. Geiturnar og forystuféð er notað í þessum tilgangi. Við bjóðum sem sagt upp á að fólk komi í heimsókn í fjárhúsið okkar og kynnist forystukindum í návígi, hafi gaman, fái fræðslu og megi snerta og upplifa,“ segir Sigríður. 
 
Fjölskyldan á Gufuá í Borgarbyggð býður fólki að koma í heimsókn í fjárhúsið sitt þar sem hægt er að skoða  íslenskt forystufé, hrúta, ær og lömb. Nánari upplýsingar má sjá á vef Gufuá.

Skylt efni: forystufé | sauðfburður | Gufuá

„Við vorum ekki Akureyringar“
Líf og starf 6. september 2024

„Við vorum ekki Akureyringar“

Rit Sögufélags Eyfirðinga, Súlur, er komið út og færir fjölbreytt efni að venju ...

Teflt á netinu
Líf og starf 6. september 2024

Teflt á netinu

Vinsældir netskákar náðu hámarki á Covid- tímunum og vinsælasti vefurinn, chess....

TTK, Tik Tok og skyr
Líf og starf 4. september 2024

TTK, Tik Tok og skyr

Haustið er farið að banka ansi hraustlega á gluggann hjá okkur flestum og hitatö...

Hvers vegna fólki líður vel í náttúrunni
Líf og starf 4. september 2024

Hvers vegna fólki líður vel í náttúrunni

Jörð, ár, fjöll og tré. Þögul gljúfur, iðandi lækir og gróskumiklar grænar lauti...

Þjóðbúningarnir heiðraðir
Líf og starf 3. september 2024

Þjóðbúningarnir heiðraðir

Fjallkonuhátíð fer fram í Skagafirði dagana 7. og 8. september. Hátíðin er haldi...

Um 4.500 gestir sóttu bændur heim
Líf og starf 2. september 2024

Um 4.500 gestir sóttu bændur heim

Síðasta sumar fagnaði félagið Beint frá býli 15 ára afmæli. Haldið var upp á tím...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 2. september 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er glaður og ánægður og hefur notið þess til hins ýtrasta að hlúa að...

Réttalistinn 2024
Líf og starf 29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...