Fornu handverki Norðurlanda haldið í heiðri
Eldsmíðahátíð var haldin á svæði Byggðasafnsins í Görðum, Akranesi nú fyrir skömmu og má segja að þar hafi aldeilis verið heitt í kolunum.
Auk íslenskra keppenda tóku þátt og dæmdu eldsmiðir frá Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Danmörku. Með keppninni er verið að viðhalda þekkingu og áhuga á hinu forna handverki Norðurlanda og skiptust þátttakendur í þrjá flokka þar sem smíðuð voruð akkeri. Þurftu þátttakendur að sýna fram á færni sína og getu við spennuþrungna eftirvæntingu áhorfenda sem töldu á annað þúsund manns.
Keppnin var haldin hér á landi árið 2013 að Görðum á Akranesi. Reynt
er að hafa keppnina annað hvert ár og er næsta keppni áætluð í Danmörku eftir tvö ár.