Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Efri röð frá vinstri: Sören Hammer, Nestori Widenoja og Magnus Nilson, opnum flokki, þá Emil Lindqvist, Kasper Reinholdt og Sami Niinilampi í sveinaflokki. Neðri röð frá vinstri: Mikael Wunderlich, Mathias Wilson og Beate Stormo en þau voru í þremur efstu sætum í meistaraflokki.
Efri röð frá vinstri: Sören Hammer, Nestori Widenoja og Magnus Nilson, opnum flokki, þá Emil Lindqvist, Kasper Reinholdt og Sami Niinilampi í sveinaflokki. Neðri röð frá vinstri: Mikael Wunderlich, Mathias Wilson og Beate Stormo en þau voru í þremur efstu sætum í meistaraflokki.
Líf og starf 31. ágúst 2022

Fornu handverki Norðurlanda haldið í heiðri

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Eldsmíðahátíð var haldin á svæði Byggðasafnsins í Görðum, Akranesi nú fyrir skömmu og má segja að þar hafi aldeilis verið heitt í kolunum.

Auk íslenskra keppenda tóku þátt og dæmdu eldsmiðir frá Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Danmörku. Með keppninni er verið að viðhalda þekkingu og áhuga á hinu forna handverki Norðurlanda og skiptust þátttakendur í þrjá flokka þar sem smíðuð voruð akkeri. Þurftu þátttakendur að sýna fram á færni sína og getu við spennuþrungna eftirvæntingu áhorfenda sem töldu á annað þúsund manns.

Keppnin var haldin hér á landi árið 2013 að Görðum á Akranesi. Reynt
er að hafa keppnina annað hvert ár og er næsta keppni áætluð í Danmörku eftir tvö ár.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...